Segir ekkert benda til árásar Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 16. nóvember 2022 11:54 Andrzej Duda, forseti Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn. Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn.
Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira