„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 15. nóvember 2022 15:11 Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Vísir/Egill Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist sammála helstu niðurstöðum Ríkisendurskoðunar sem bendir á marga annmarka í söluferlinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Framkvæmdin var ekki nógu góð. Við sjáum það að þarna hefði átt að huga betur að verðmyndun og bara framkvæmdinni sem bankasýsla ríkisins ber ábyrgð á,“ segir Lilja. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem hafa hamrað á þeirri niðurstöðu skýrslunnar að markmiðum laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem lítur að því að fá hæsta verð fyrir hlutinn hafi ekki verið náð. Lilja tekur undir það sem fjármálaráðherra hefur sagt um að það hafi ekki verið forgangsatriði að fá hæsta verðið. „Við viljum auðvitað fá gott verð en aðalatriðið þegar þú ferð í svona söluferli er að það ríki traust og það sé gagnsæi. Það sé ekki neitt sem sé að koma markaðsaðilum eða þjóðinni á óvart. Þessi tilboðsleið er þannig að það voru of mikil áhætta í henni til þess að uppfylla þessi skilyrði sem ég var að nefna. Það er að segja gagnsæi, traust og trúverðugleika.“ Horfa má á viðtalið við Lilju í spilaranum hér að neðan. Hefur áður gert athugasemdir Lilja hefur áður gert athugasemdir við að tilboðsleiðin hafi verið farin en Lilja sagðist í vor hafa gert athugasemdir við aðferðafræðina - og viljað almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóp fjárfesta. Athugasemdir sem ríkisstjórnin kannaðist hins vegar ekki við að hefðu verið bókaðar á fundi. Aðspurð um það að í skýrslunni komi fram að markmið í greinargerð fjármálaráðuneytisins hafi ekki verið nægilega skýr og upplýsingagjöf til þingsins ekki nógu góð og hvort skýrslan sé ekki mjög gagnrýnin á störf ráðuneytisins, segir Lilja að hafa verði í huga að Íslandsbanki sé partur af stöðugleikaframlögum. Það hafi verið mikilvægt til að tryggja stöðugleika. „Svo er það bankasýsla ríkisins sem fær það hlutverk, og hefur það hlutverk, að selja hluta af Íslandsbanka. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekkert að vera svo flókin.“ Þegar Lilja gagnrýndi fyrirkomulagið sagði hún ekki réttlátt að varpa allri ábyrgðinni á Bankasýsluna heldur þurfi stjórnvöld að bera einhverja ábyrgð. Lilja segir fjármálaráðherra hafa axlað ábyrgð með því að óska eftir skýrslunni. Þar sé verið að uppfylla kröfur um gagnsæi og veita upplýsingar. Lilja segir að ekki hafi verið öruggt að hún hefði haft rétt fyrir sér þegar hún varpaði gagnrýninni á söluferlið fram á sínum tíma. Bankasýslan hafi reitt sig á sérfræðinga í Evrópu. Áhyggjur hennar sneru samkvæmt Lilju að því að markaðurinn hér á landi sé þunnur og ekki sé svo langt síðan ég hafi orðið fjármálahrun. Þjóðin sé enn viðkvæm fyrir skorti á gagnsæi og það skilji hún mjög vel. „Þess vegna fannst mér lang best að útboðið yrði almennt,“ segir Lilja. Framkvæmdin hafi ekki verið nægilega góð Varðandi það að Lilja segi ráðherra hafi axlað ábyrgð með því að kalla eftir skýrslunni og að í henni komi fram annmarkar á störfum ráðuneytisins segist Lilja eiga við að framkvæmdin á sölunni væri ekki nægilega góð. Bankasýslan beri ábyrgð á því. Búið sé að óska eftir því að Ríkisendurskoðandi fari yfir málið. „Ég tel að fjármálaráðherra hafi tekið mikilvægt skref með því að segja: „Heyrðu, hér fór eitthvað úrskeiðis. Skoðum það.“ og það er það sem var gert. Við fáum að mínu mati afbragðsgóða skýrslu og hún er að mörgu leyti betri en ég hefði kannski þorað að vona,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. „Þarna kemur bara skýrt fram: Framkvæmdin á tilboðsleiðinni var ekki nægilega góð og undir það tek ég.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Hefðu ekki náð öllum markmiðum sölunnar á hærra verði Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar. 14. nóvember 2022 22:05 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist sammála helstu niðurstöðum Ríkisendurskoðunar sem bendir á marga annmarka í söluferlinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Framkvæmdin var ekki nógu góð. Við sjáum það að þarna hefði átt að huga betur að verðmyndun og bara framkvæmdinni sem bankasýsla ríkisins ber ábyrgð á,“ segir Lilja. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem hafa hamrað á þeirri niðurstöðu skýrslunnar að markmiðum laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem lítur að því að fá hæsta verð fyrir hlutinn hafi ekki verið náð. Lilja tekur undir það sem fjármálaráðherra hefur sagt um að það hafi ekki verið forgangsatriði að fá hæsta verðið. „Við viljum auðvitað fá gott verð en aðalatriðið þegar þú ferð í svona söluferli er að það ríki traust og það sé gagnsæi. Það sé ekki neitt sem sé að koma markaðsaðilum eða þjóðinni á óvart. Þessi tilboðsleið er þannig að það voru of mikil áhætta í henni til þess að uppfylla þessi skilyrði sem ég var að nefna. Það er að segja gagnsæi, traust og trúverðugleika.“ Horfa má á viðtalið við Lilju í spilaranum hér að neðan. Hefur áður gert athugasemdir Lilja hefur áður gert athugasemdir við að tilboðsleiðin hafi verið farin en Lilja sagðist í vor hafa gert athugasemdir við aðferðafræðina - og viljað almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóp fjárfesta. Athugasemdir sem ríkisstjórnin kannaðist hins vegar ekki við að hefðu verið bókaðar á fundi. Aðspurð um það að í skýrslunni komi fram að markmið í greinargerð fjármálaráðuneytisins hafi ekki verið nægilega skýr og upplýsingagjöf til þingsins ekki nógu góð og hvort skýrslan sé ekki mjög gagnrýnin á störf ráðuneytisins, segir Lilja að hafa verði í huga að Íslandsbanki sé partur af stöðugleikaframlögum. Það hafi verið mikilvægt til að tryggja stöðugleika. „Svo er það bankasýsla ríkisins sem fær það hlutverk, og hefur það hlutverk, að selja hluta af Íslandsbanka. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekkert að vera svo flókin.“ Þegar Lilja gagnrýndi fyrirkomulagið sagði hún ekki réttlátt að varpa allri ábyrgðinni á Bankasýsluna heldur þurfi stjórnvöld að bera einhverja ábyrgð. Lilja segir fjármálaráðherra hafa axlað ábyrgð með því að óska eftir skýrslunni. Þar sé verið að uppfylla kröfur um gagnsæi og veita upplýsingar. Lilja segir að ekki hafi verið öruggt að hún hefði haft rétt fyrir sér þegar hún varpaði gagnrýninni á söluferlið fram á sínum tíma. Bankasýslan hafi reitt sig á sérfræðinga í Evrópu. Áhyggjur hennar sneru samkvæmt Lilju að því að markaðurinn hér á landi sé þunnur og ekki sé svo langt síðan ég hafi orðið fjármálahrun. Þjóðin sé enn viðkvæm fyrir skorti á gagnsæi og það skilji hún mjög vel. „Þess vegna fannst mér lang best að útboðið yrði almennt,“ segir Lilja. Framkvæmdin hafi ekki verið nægilega góð Varðandi það að Lilja segi ráðherra hafi axlað ábyrgð með því að kalla eftir skýrslunni og að í henni komi fram annmarkar á störfum ráðuneytisins segist Lilja eiga við að framkvæmdin á sölunni væri ekki nægilega góð. Bankasýslan beri ábyrgð á því. Búið sé að óska eftir því að Ríkisendurskoðandi fari yfir málið. „Ég tel að fjármálaráðherra hafi tekið mikilvægt skref með því að segja: „Heyrðu, hér fór eitthvað úrskeiðis. Skoðum það.“ og það er það sem var gert. Við fáum að mínu mati afbragðsgóða skýrslu og hún er að mörgu leyti betri en ég hefði kannski þorað að vona,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. „Þarna kemur bara skýrt fram: Framkvæmdin á tilboðsleiðinni var ekki nægilega góð og undir það tek ég.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28 Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00 Hefðu ekki náð öllum markmiðum sölunnar á hærra verði Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar. 14. nóvember 2022 22:05 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. 15. nóvember 2022 07:28
Hinir „fjölþættu annmarkar“ voru í drögunum „sérstaklega bagalegir“ Samanburður á drögum Ríkisendurskoðunar á Íslandsbankaskýrslunni svokölluðu sem send voru málsaðilum til umsagnar við þá skýrslu sem gerð var opinber í gær leiðir í ljós að töluverðar breytingar voru gerðar á skýrslunni eftir að umsögnum um hana var skilað. 15. nóvember 2022 07:00
Hefðu ekki náð öllum markmiðum sölunnar á hærra verði Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar. 14. nóvember 2022 22:05