Fundu brak úr Challenger fyrir tilviljun Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 14:02 Challenger hefur sig á loft frá Canaveral-höfða daginn örlagaríka, 28. janúar 1986. Aðeins rúmri mínútu síðar sprakk eldflaugin og öll áhöfnin fórst. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því. Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Kafarar sem unnu að heimildarmynd um Bermúdaþríhyrningin fundu brak úr stórum manngerðum hlut á hafsbotni þegar þeir leituðu að flaki flugvélar úr síðari heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu samband við NASA þar sem þeir fundu brakið undan austurströnd Flórída þaðan sem stofnunin skýtur eldflaugum á loft. Í tilkynningu á vef NASA kemur fram að yfirmenn stofnunarinnar hafi farið yfir myndefni af brakinu og staðfest að það sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst skömmu eftir geimskot frá Canaveral-höfða 28. janúar árið 1986. Svo virðist sem að brakið sé hluti af hitaskildi geimskutlunnar sem átti að verja hana þegar hún sneri aftur til jarðar úr geimferð sinni. Eldflaugin sem geimskutlan sat ofan á sprakk hins vegar yfir Atlantshafinu aðeins 73 sekúndum eftir geimskotið. Þó að brakið hafi fundist við tökur á þáttum um Bermúdaþríhyrninginn var staðurinn þar sem brakið fannst vel norðvestan við það svæði sem kennt er við þríhyrninginn. NASA segist nú íhuga hvað verði gert við brakið, ef eitthvað, til þess að heiðra minningu geimfaranna sjö sem fórust með Challenger. Brakið er samkvæmt lögum eign bandarísku alríkisstjórnarinnar. Stöðvaði geimskutluáætlunina í tæp þrjú ár Á meðal sjömenninganna sem fórust var Christa McAuliffe en hún átti að vera fyrsti óbreytti borgarinnar í geimnum. Hún var barnaskólakennari frá Massachusetts og átti meðal annars að stýra kennslustundum fyrir bandarísk börn úr geimnum. Fjöldi skólabarna víðs vegar um Bandaríkin fylgdist með geimskotinu og horfði upp á geimskutluna splundrast í beinni útsendingu. Harmleikurinn varð til þess að NASA stöðvaði geimskutluáætlun sína í tæp þrjú ár en stofnunin lá undir harðri gagnrýni fyrir framgögnu sína. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að stjórnendur NASA höfðu hunsað viðvaranir verkfræðinga um að hættulegt væri að halda geimskotinu til streitu í þeim óvenjulega kulda sem gerði í Flórída þegar Challenger var skotið á loft. Geimskotinu hafði verið frestað nokkrum sinnum dagana á undan. Geimskutlan sjálf sprakk ekki heldur brotnaði upp eftir að funheitt gas lak úr eldflaug. Talið er að hluti áhafnarinnar kunni að hafa verið lifandi þegar áhafnarhylkið skall í sjóinn á meira en þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund.AP Þá kom í ljós að yfirmenn höfðu vitað af galla í svonefndum O-hringjum sem héldu saman samskeytum eldflauganna sem voru notaðar til þess að skjóta geimskutlunum á loft í um tíu ár fyrir slysið. Það var slíkur hringur sem gaf sig með þeim afleiðingum að funheitt gas úr eldflaug streymdi út úr henni og sprengdi upp eldsneytistank. Geimskutlurnar hófu sig aftur á loft haustið 1988 en áætlun varð fyrir öðru áfalli þegar Columbia-geimskutlan fórst á heimleið úr geimnum 1. febrúar árið 2003. Skemmdir sem urðu á hitaskildi hennar í geimskotinu urðu til þess að skutlan splundraðist. Geimskutluáætluninni var formlega lokið árið 2011.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent