Stálu frægum uppvakningagervifæti af Gunnjóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2022 16:45 Gunnjón segir fótinn hafa tilfinningalegt gildi fyrir sér. Uppvakningagervifæti var stolið úr draugahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á mánudaginn. Eigandi fótarins saknar hans mjög enda er hann hluti af kvikmyndasögunni. Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón. Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Gunnjón Gestsson leitar nú að gervifæti sínum sem notaður var í draugahús Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Honum var stolið á mánudaginn en hann er sérsmíðaður. Um er að ræða mikið tilfinningalegt tjón fyrir Gunnjón en fóturinn er í raun og veru verðlaus fyrir alla nema hann. Búið er að leita um allt í kringum garðinn en hvergi finnst fóturinn. Gunnjón er meira að segja búinn að kíkja ofan í allar ruslatunnur í kílómetraradíus. „Eftir að það var búið að ganga frá öllu hefur einhver laumað sér þarna inn og tekið einhverja hluti. Aðallega bara einhverja leikmuni af handahófi. Plastbein, málning, farðar og fleira. Borvél og önnur raunveruleg verðmæti voru eftir,“ segir Gunnjón í samtali við fréttastofu. Hann grunar að mögulega hafi krakkar verið þarna á ferð. Fóturinn á sér langa sögu og hefur meðal annars birst á hvíta tjaldinu. Gunnjón notaðist við hann þegar hann lék aukahlutverk í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead árið 2014. Myndin var tekin upp hér á Íslandi og fjallar um nasistauppvakninga en Gunnjón fór með hlutverk eins þeirra. Hér má sjá fótinn í kvikmyndinni Dead Snow 2: Red vs Dead. Uppvakningurinn sem Gunnjón lék hafði misst fótinn en hann er sjálfur einfættur. Hann fæddist með taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1. „Eitt bein var smá skakkt við fæðingu og brotnaði þegar ég var sex mánaða. Svo var ég í stanslausum aðgerðum fram til átta ára aldurs. Þá var ákveðið að taka hann af því það var ekki hægt að gera varanlega við þetta,“ segir Gunnjón. Innbyggðar túbur Það var mikið ferli að smíða fótinn og ýmsar tilraunir gerðar til að taka mót af stúf Gunnjóns og útbúa hinar og þessar útfærslur. Engin þeirra reyndist henta í hlutverkið þar sem hulsan þurfti að vera nægilega harðgerð til að hægt væri að stinga drullusokki í sárið. „Lagði ég þá til við norska brelluteymið að nota bara gamlan gervifót. Ég ætti helling af þeim, hafandi verið einfættur frá átta ára aldri, sem væru flestir ef ekki allir sérstaklega hannaðir til að það væri hægt að ganga á þeim. Ég skaffaði nýlegan fót og þeir sörguðu smá neðan af honum og klæddu hann með mjög sannfærandi rotnandi holdi með innbyggðum túbum sem hægt er að dæla blóði í gegnum,“ segir Gunnjón. Notast mikið við hann Eftir tökur myndarinnar fékk Gunnjón fótinn til baka og hefur hann nýtt sér hann ítrekað síðan þá, meðal annars við gerð stuttmynda og í draugahúsum. Gunnjón óskar eftir því að þeir sem vita hvar fóturinn er niðurkominn hafi samband við sig. „Ég er í símaskránni það er ekki flókið. Einnig er hægt að senda tölvupóst til mín á gunnjon@gunnjon.com,“ segir Gunnjón.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Hrekkjavaka Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11 Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00 Fullt á forsýningu Dead Snow Sjáðu myndirnar. 20. mars 2014 17:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Innyfli og blóð á íslenskri grundu Langt og gríðarlega blóðugt sýnishorn úr kvikmyndinni Dead Snow 2 er komin á netið. Myndin var tekin á Íslandi síðasta sumar. 23. janúar 2014 12:11
Ein af hrollvekjunum sem vert er að fylgjast með Dead Snow 2 á lista Screen Rant en myndin var tekin upp á Íslandi í fyrra. 4. febrúar 2014 14:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði