„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 10:31 Tryggvi Garðar Jónsson (til hægri) er ekki í stóru hlutverki hjá meisturum Vals. vísir/diego Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Tryggvi er einn allra efnilegasti leikmaður landsins en hefur fengið fá tækifæri hjá Val. Hann kom til að mynda ekkert við sögu þegar liðið sigraði Selfoss, 38-33, í Olís-deildinni á mánudaginn, eitthvað sem hans nánustu voru ekki sáttir með. „Ég sá þennan strák fyrst á Hafnarfjarðarmótinu 2019. Þá var hann sextán ára en tröll og var að þruma á markið. Og ég hugsaði hvað erum við með í höndunum? Meiðsli hafa auðvitað hamlað honum en ég spyr mig á hvaða stað er þessi strákur núna?“ sagði Theodór í Handkastinu. „Það er mikið leikjaálag framundan hjá Val. Róbert Aron Hostert er meiddur. Þú ert með leik gegn Selfossi sem þú ert með í teskeið allan tímann. Af hverju fær hann ekki mínútu? Af hverju er hann ekki að spila með U-liði Vals? Hann er nítján ára. Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta.“ Bera ábyrgð á ferli Tryggva Arnari Daða finnst Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, ekki hafa tæklað stöðu Tryggva nógu vel. „Hann ber ábyrgð á ferli þessa leikmanns. Þetta eru ágætlega þung orð og ég er að vinna hjá Val og allt það en mér er skítsama. Snorri Steinn Guðjónsson og Óskar Bjarni Óskarsson bera ábyrgð á því að þessi leikmaður sé ekki spila handbolta, nítján ára,“ sagði Arnar Daði. Henry Birgir Gunnarsson, sem var gestur Handkastsins á mánudaginn, líkti stöðu Tryggva við það hvernig Guðmundur Guðmundsson notaði suma leikmenn í íslenska landsliðinu. „Þetta er stundum eins og var með ákveðna leikmenn í landsliðinu. Þeir máttu ekki klikka á skoti voru þeir komnir á bekkinn. Þeir titruðu af stressi,“ sagði Henry Birgir. „Tryggvi þarf meiri tíma og ég skil ekki af hverju hann fær ekki að spila meira.“ Arnar Daði tók við boltanum og sagðist ekki skilja hvað þjálfarateymi Vals gangi til. „Af hverju er hann ekki að spila í U-liðinu. Fyrir mér er þjálfarateymið að senda leikmanninum einhver óbein skilaboð að það sé ekkert stress að hann sé ekki að spila með U-liðinu því hann sé að spila með meistaraflokki,“ sagði Arnar Daði. „Það sem ég hef heyrt er að hann hefur glímt við meiðsli. Hann fór í aðgerð í fyrra, var lengi í gang og spilaði með U-liðinu. Þar gat hann samt ekki spilað heilan leik. En mér skilst að staðan sé önnur núna og hann vilji ekki spila með U-liðinu því þá geti hann æft heila viku með meistaraflokki. Hann þarf hvíld daginn eftir leik.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um Tryggva hefst á 46:50.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn