Segir það hvorki hreintrúarstefnu né öfgar að vara við stafafurunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:40 Jónatan og Árni eru sammála um að stíga þurfi varlega til jarðar hvað varðar mögulega sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. „Það að segja frá því opinberlega að rannsóknir sýni að stafafura sé talin ágeng tegund og að hvetja til þess að hún verði notuð með varúð er hvorki hreintrúarstefna né öfgar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira