Kynfræðsla – hver ætlar að redda málunum? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:31 Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun