Aðgengi er ekki bara aðgengi að byggingum Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 09:31 Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum og þá ekki síst á háskólastigi er mjög mikilvægt tæki til að hjálpa fólki með skerta starfsgetu að fá starf sem betur hentar þeim takmörkunum sem það upplifir. Hún eykur möguleika fólks til að finna starf við hæfi og verða virkir þáttakendur í atvinnulífinu. Fólk sem telst fatlað er mjög fjölbreyttur hópur. Fatlanirnar geta bæði verið sýnilegar og ósýnilegar. Til að fatlaðir nemendur geti stundað nám er mikilvægt að aðgengi að námi verði tryggt á öllum skólastigum óháð fötlun eða öðrum hindrunum. Einnig þarf að vinna að því að skapa fjölbreyttari tækifæri til menntunar. Jafna verður tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Til þess að hægt sé að ná þessu markmiði er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að aðgengi nemenda, í víðasta skilningi þess orðs, sé tryggt til þess að draga út brottfalli fatlaðra nemenda. Þegar litið er til aðgengis að námi á háskólastigi er ekki nóg að huga aðeins að aðgengi að byggingum heldur þarf einnig að huga að því hvort að námið sjálft sé aðgengilegt. Því þarf að tryggja að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa til að geta stundað námið. Sá stuðningur getur falist í því að tryggt sé að námsefnið sé á því formi sem hentar nemandanum ef um blinda eða lesblinda nemendur er að ræða, nemendur sem það þurfa fái lengri próftíma eða að lengd námstímans verði aðlöguð að þörfum nemandans svo fátt eitt sé nefnt. Ríkisstjórnin lagði áherslu á fjölbreytni í skólakerfinu í stjórnarsáttmála sínum. Þrátt fyrir það gerir nýtt fjárlagafrumvarp hvorki ráð fyrir auknu fjármagni í bætt aðgengi að skólabyggingum né námi almennt. Námsmenn geta ekki fengið styrki úr Menntasjóði námsmanna nema út frá námsframvindu. Þetta mismunar þeim sem ekki geta stundað fullt nám vegna fötlunar eða langvarandi veikinda. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi aukið fé í þennan málaflokk til að tryggja tækifæri fatlaðs fólks til menntunar til jafns við aðra. Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun