Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 22:48 Kjósendur í Indianapolis í Indiana-ríki eru klárir í slaginn. AP Photo/Darron Cummings Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24