Guðni heldur í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 12:09 Stíf dagskrá er framundan hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson heldur í dag í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna. Þar mun hann heimsækja þrjá háskóla. Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag. Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Á morgun, þriðjudag, flytur Guðni minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar við Dartmouth College í New Hampshire. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrirlesturinn sé haldinn í boði Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri og The Institute of Arctic Studies við Dartmouth háskóla. Vilhjálmur starfaði síðustu æviárin við þennan háskóla sem hýsir bókasafn hans. Guðni mun fjalla um sjálfstæði og alþjóðasamstarf í ljósi reynslu Íslands, þjóðernishyggju og hnattvæðingar. Íslenskar bækur varðveittar í safni skólans Á miðvikudag heimsækir Guðni Williams College í Massachusetts. Þar verður efnt til samræðufundar forseta með dr. Magnúsi Bernharðssyni, prófessor í sagnfræði, um ímynd Íslands og alþjóðlega stöðu. Að lokum mun Guðni halda til New York á fimmtudag, þar sem hann mun heimsækja Cornell háskóla. Sá skóli hefur átt margþætt samstarf við Íslendinga, að því sem fram kemur í tilkynningunni frá forsætisráðuneytinu. Fyrsti bókavörður skólans, Daniel Willard Fiske, var mikill Íslandsvinur og safnaði íslenskum bókum sem nú eru varðveittar í safni skólans. Á undanförnum árum hefur Cornell átt í samstarfi við Geothermal Resource Park á Íslandi um nýtingu jarðhita og af því tilefni verða nokkrir fulltrúar GRP og íslenskra stjórnvalda í för með forseta í þessari heimsókn. Forseti mun flytja fyrirlestur í Cornell sem ber heitið „Can small states make a difference? The case of Iceland on the international scene.““ Guðni er væntanlegur aftur til landsins á föstudag.
Guðni Th. Jóhannesson Bandaríkin Forseti Íslands Íslendingar erlendis Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira