Guðlaugur Þór tók mér opnum örmum Eiður Welding skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ungur í flokknum, reyndar mjög ungur, í aðdraganda Alþingiskosninga árið 2017. Eins og gefur að skilja var þá mikið um að vera eins og oft er í kringum kosningar. Þegar ég gekk inn í Valhöll tók Guðlaugur Þór alveg sérstaklega vel á móti mér, með opnum örmum, og gaf sér tíma til að sýna mér hvernig starfið virkar. Skömmu eftir þessar kosningar, bauð Guðlaugur mér, ásamt fleirum, í Utanríkisráðuneytið og þar sá ég hversu mikið hann brann fyrir sínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund núna um helgina og þá kjósum við okkur formann. Ég styð Guðlaug Þór til formennsku og ástæðan er einföld. Guðlaugur Þór hefur allan sinn stjórnmálaferil lagt ríka áherslu á að vera í sambandi við og virkja breiðan hóp fólks innan flokksins. Hann býður fólk velkomið og gefur sér tíma til að tala við alla, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma. Guðlaugur Þór veit að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert án grasrótarinnar, fólksins í flokknum, sem leggur kapp sitt við að veita forystu flokksins málefnalegt aðhald og stuðning. Hann leitast við að eiga í virku samtali við fólkið í flokknum og fá frá því hugmyndir sem verða að lausnum við málefnum líðandi stundar. Bjarni Benediktsson hefur verið formaður flokksins í 13 ár. Hann hefur staðið sig ágætlega sem fjármálaráðherra og ríkisfjármálin hafa verið í góðu standi undir hans stjórn. Við í Sjálfstæðisflokknum erum hins vegar ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra, við erum að kjósa okkur formann! Því miður hefur Bjarni gleymt grasrótinni okkar, fólkinu í flokknum. Guðlaugur Þór er að mínu mati einn af okkar flottustu stjórnmálamönnum. Hann hefur verið mér mikil fyrirmynd allar götur síðan ég hitti hann fyrst og kennt mér svo ótrúlega margt. Guðlaugur býr yfir öllum þeim mannkostum sem við viljum sjá í stjórnmálamanni. Hann er heiðarlegur, lausnamiðaður og réttsýnn maður sem er ávallt tilbúinn að hlusta á gagnrýni sem og góðar hugmyndir með opnum hug. Þannig eiga stjórnmálamenn að vera. Þannig einstakling vil ég sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og áhugamaður um farsæla framtíð Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar