Ríki og sveitarfélög geri ekki nóg til að stytta biðlista á hjúkrunarheimili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 13:02 Sandra Hlíf segir Framsókn í lykilstöðu þar sem flokkurinn eigi bæði sæti í ríkisstjórn og meirihluta í borgarstjórn. Vísir Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkur segir ríki og sveitarfélög ekki hafa gert nóg til að bregðast við löngum biðlistum á hjúkrunarheimili. Aldrei hafa fleiri beðið eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili en nú. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Óskarsdóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar á þessu ári þegar hún var lögð inn á spítala vegna blóðtappa. Vegna frekari veikinda var Vildís færð upp á Landakot og þaðan á Vífilsstaði, eftir að hún fékk það mat að hún gæti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. „Þetta er náttúrulega því miður ekkert nýtt af nálinni og biðlistarnir virðast bara hafa lengst á síðustu árum. Þeta orsakast af því að uppbygging á hjúkrunarheimilum er ekki nógu hröð og ríki og sveitarfélög hafa ekki tekið saman nógu föstum höndum til að leysa þennan vanda,“ segir Sandra Hlíf Ocares, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Kominn sé tími til að málið sé tekið föstum tökum. „Maður hefði haldið að núverandi meirihluti í Reykjavík, þar væru hæg heimatökin, þar sem Framsóknarmenn sitja við borðið í heilbrigðisráðuneytinu og einnig við borðið í Reykjavík,“ segir Sandra. En hvað þarf að gerast svo úr verði bætt? „Það þarf að taka pólitíska ákvörðun um það að setja þessi mál í forgang og hraða uppbyggingu á þessum heimilum þannig að fólk komist í þá þjónustu sem það þarf,“ segir Sandra Hlíf. Reykjavík Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Matthildur Óskarsdóttir frá því að móðir hennar, Vildís Garðarsdóttir, hafi beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili síðan í febrúar á þessu ári þegar hún var lögð inn á spítala vegna blóðtappa. Vegna frekari veikinda var Vildís færð upp á Landakot og þaðan á Vífilsstaði, eftir að hún fékk það mat að hún gæti ekki farið aftur heim. Meira en þrjú hundruð er á biðlista til að komast á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðin og hafa aldrei jafn margir beðið eftir plássi. „Þetta er náttúrulega því miður ekkert nýtt af nálinni og biðlistarnir virðast bara hafa lengst á síðustu árum. Þeta orsakast af því að uppbygging á hjúkrunarheimilum er ekki nógu hröð og ríki og sveitarfélög hafa ekki tekið saman nógu föstum höndum til að leysa þennan vanda,“ segir Sandra Hlíf Ocares, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Velferðarráði Reykjavíkurborgar. Kominn sé tími til að málið sé tekið föstum tökum. „Maður hefði haldið að núverandi meirihluti í Reykjavík, þar væru hæg heimatökin, þar sem Framsóknarmenn sitja við borðið í heilbrigðisráðuneytinu og einnig við borðið í Reykjavík,“ segir Sandra. En hvað þarf að gerast svo úr verði bætt? „Það þarf að taka pólitíska ákvörðun um það að setja þessi mál í forgang og hraða uppbyggingu á þessum heimilum þannig að fólk komist í þá þjónustu sem það þarf,“ segir Sandra Hlíf.
Reykjavík Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira