Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:46 Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að rithöfundar um allan heim glími við svipuð vandamál nú þegar streymisveitur með hljóð-og rafbækur festa sig betur í sessi. Örmarkaðurinn á Íslandi sé þó mun berskjaldaðri gagnvart þeim stórum breytingum heldur en aðrir. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“ Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“
Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51