Helvítis vaktahvatinn! Sandra B. Franks skrifar 4. nóvember 2022 11:31 Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú styttist í að jólalögin taki yfir allar útvarpsstöðvar. En tilgangur þeirra er vitaskuld að keyra upp jólastemminguna. Hins vegar gera sum jólalög lítið annað en að valda pirringi. Lög eins og „All I Want for Christmas is You“ með Mariah Carey, eða „Jólahjól“ með Sniglabandinu. Í mínum eyrum er „vaktahvati“ eins og eitt af þessum pirrandi jólalögum. Vaktahvatinn sem átti að vera jákvætt launamyndunarfyrirbæri fyrir fólk í vaktavinnu. En upplifun starfsfólks sýnir hið gagnstæða. En hvað er „vaktahvati“ fyrir þau ykkar sem kannast ekki við fyrirbærið? Vaktahvati er nýjung í launamyndun vaktavinnufólks. Hann á að hvetja til að jafna betur vaktabyrði meðal starfsmanna. Vaktahvatinn átti sömuleiðis að hvetja til þess að vaktir væru skipulagðar með „heilsu og öryggi starfsfólks að leiðarljósi“. Og hann átti að tryggja að vaktavinnufólk í fullu starfi lækkaði ekki í launum við styttingu vinnuvikunnar. 2,5 - 12,5% vaktahvati Við útreikning vaktahvata er horft á fjölda vakta á launatímabili og fjölbreytileika vakta. Vaktir eru flokkaðar í fjóra flokka; dagvakt, kvöldvakt, helgarvakt og næturvakt (virka daga). Til þess að eiga rétt á vaktahvata þarf viðkomandi starfsmaður að mæta minnst 14 sinnum til vinnu í minnst tvo flokka vakta á launatímabilinu. Til þess að vaktir telji inn í flokk þurfa minnst 15 tímar að vera í hverjum flokki og starfsmaður þarf að auki að vinna minnst 42 tíma utan dagvinnumarka til að eiga rétt á vaktahvata. En hefur vaktahvatinn virkað vel? Stutta svarið er nei. Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands fáum iðulega frásagnir frá félagsmönnum um hversu illa þessi vaktahvati virkar. Hann er bæði flókinn og ógagnsær, og getur í raun virkað í öfuga átt. Hann skapar ósveigjanleika, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaðinn. Það er erfitt að uppfylla kröfur vaktahvatans, og ekki bara það, heldur veldur hann beinlínis álagi. „Hann er hamingjuþjófur“ heyri ég sagt meðal félagsmanna, það snýst allt um þennan „helvítis vaktahvata“. Þá þjónar hann alls ekki þeim sem eru í minna starfshlutfalli en aðrir. Hvati sem ekki er hvetjandi, er eins og pirrandi jólalag. En rétt eins og með lög sem eru pirrandi má endurgera þau. Svona eins og þegar Baggalútur tekur gamalt ítalskt dægurlag og gerir það að nýjum íslenskum jólasmelli. Sjúkraliðafélag Íslands mun því í næstu kjarasamningum leggja áherslu á að vaktahvatinn verði tekinn til endurskoðunar, hann endurhugsaður þannig að hann sé einfaldur, gagnsær og þjóni tilgangi sínum þ.e. umbuni starfsfólki sem vinnur fjölbreytta vaktavinnu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar