Enn streyma eldflaugarnar frá Kóreuskaganum Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 16:45 AP/Shuji Kajiyama Minnst sex eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í dag og þar á meðal einni langdrægri. Það er í kjölfar þess að rúmum tuttugu eldflaugum var skotið á loft í gær. Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Mikil spenna er á svæðinu en hermenn frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa staðið í sameiginlegum æfingum sem ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiðir við. Ákveðið var í dag að lengja æfingarnar vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Frá Norður-Kóreu bárust þau skilaboð í dag að æfingarnar væru „mikil mistök“. Sérfræðingar segja Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vilja þvinga Bandaríkjamenn til að viðurkenna ríkið sem kjarnorkuríki og semja um niðurfellingu viðskiptaþvingana og refsiaðgerða gegn ríkinu. Eldflaugaskot Kóreumanna og meðfylgjandi eldflaugaþróun er brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Kim Jong Un setti met í fyrra með því að skjóta tugum eldflauga á loft. Það met hefur ekki verið slegið á þessu ári en vísindamenn einræðisríkisins hafa skotið fjölmörgum eldflugum á loft frá því í september. Þar á meðal var eldflaugaskot sem sagt var vera æfing fyrir mögulega kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu og bandarísk skotmörk á svæðinu. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu segir líklegt að langdræga eldflaugin sem skotið var á loft í morgun hafi líklega bilað. Eldflaugin hafi líklega verið af gerðinni Hwasong-17 en hún flaug um 760 og náði mest 1.920 kílómetra hæð. Þegar mest var náði hún fimmtán földum hljóðhraða, samkvæmt herforingjaráði Suður-Kóreu. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Seinna stig eldflaugarinnar virðist þó hafa bilað en þetta var í sjöunda sinn sem langdrægri eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Kim sagði fyrr á árinu að hann myndi aldrei láta kjarnorkuvopn sín af hendi.
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13