Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 16:01 Aron Einar Gunnarsson leikur sennilega sinn hundraðasta A-landsleik gegn Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Getty/Robbie Jay Barratt Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn. Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember. Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Ísland og Sádi-Arabía mætast í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en gagnrýnt hefur verið að KSÍ skuli samþykkja boð Sáda, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem framin eru í landinu. Eitt dæmi um þau brot eru aftökur í landinu en fyrr á þessu ári, þann 12. mars, lét konungdæmið aflífa 81 manns á einum degi. Pyntingar eru notaðar sem refsing í landinu, tjáningarfrelsi heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í viðtali við Vísi í sumar að hún skyldi vel að ekki væru allir sáttir við ákvörðunina um að samþykkja boð Sáda. „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ sagði Vanda. „Þeir [Sádar] höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ sagði Vanda og bætti við að KSÍ hefði ráðfært sig við utanríkisráðuneytið áður en boð Sáda var samþykkt. Vanda gaf ekki upp hve háa upphæð Sádar hefðu greitt KSÍ vegna leiksins, heldur sagði aðeins að þeir myndu greiða allan kostnað. Þó er ljóst að við það bætist aukaupphæð en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net í dag að það væri trúnaðarmál hve há sú upphæð væri. Undirbúa sig fyrir HM með leiknum við Ísland Sádar hafa frá því lok september spilað fimm vináttulandsleiki og eftir leikinn við Ísland mæta þeir Panama og loks Króatíu, áður en þeir halda til Katar og spila þar á HM. Fyrsti leikur liðsins á HM er gegn Argentínu 22. nóvember. Íslenska landsliðið er ekki með sinn sterkasta hóp að þessu sinni en hópurinn er að stóru leyti skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni á Íslandi. Þó eru einnig í liðinu leikmenn sem spila erlendis, eins og til að mynda fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Íslenska liðið er mætt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og æfði þar í dag. A few pics from today´s training in UAE. pic.twitter.com/ldfPRmrQtR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 3, 2022 Ein breyting hefur orðið á íslenska hópnum sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðasta mánuði því Júlíus Magnússon var kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar. Í hópnum eru tíu leikmenn sem ekki hafa spilað A-landsleik. Eftir leik sinn við Sádi-Arabíu heldur íslenska liðið áfram til Suður-Kóreu og leikur þar annan vináttulandsleik við heimamenn, í Seúl 11. nóvember.
Fótbolti Sádi-Arabía KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira