Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 11:15 Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/Egill Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirgripsmikilli umfjöllun National Geographic um hvalveiðar á Íslandi. Þar er spurt hvort að nýyfirstaðin hvalveiðitvertíð Íslands hafi verið sú síðasta við strendur Íslands. Leitað er svara hjá Kristjáni, Svandísi sem og andstæðingum hvalveiða. Grannt fylgst með veiðunum Hvalveiðar við Íslandsstrendur hafa verið umdeildar um árabil. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem stundar veiðarnar og hefur það mátt þola mikla gagnrýni fyrir það, nú sem fyrr. Hvalveiðibátur Hvals kemur með hval í höfn.Vísir/Egill Hvalveiðivertíðin þetta árið hófst í júní og lauk 29. september. Alls veiddust 148 langreyðar að þessu sinni. Ekkert var veitt 2019, 2020 og 2021 en 2018 veiddust 146 langreyðar. Hvalur ehf. hefur leyfi til að veiða langreyðar til ársins 2023 en ekki lengur. Óvíst er hvort að heimildin verður framlengd. Umfjöllun National Geographic snýr að mestu leyti um framtíð hvalveiða við strendur Íslands. Þar er meðal annars rætt við Arne Feuerhahn, einn meðlima samtakanna Hard to Port, sem eru andsnúin hvalveiðum, vakta hvalstöðina í Hvalfirði á hvalveiðitímabilinu og reyna að vekja athygli heimsbyggðarinnar á hvalveiðum Íslendinga. Segir Arne að í sumar hafi hann meðal annars orðið vitni að því að hvalur sem skotinn hafi verið með fjórum skutlum hafi verið dreginn til lands. Það hafi verið hræðileg sýn. Auðvitað sé hvalkjöt borðað í Japan Farið er stuttlega yfir sögu og stöðu hvalveiða á Íslandi, stöðu hvalveiða á heimsvísu. Þá er einnig rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals. Er vísað í að hann hafi verið kallaður Kapteinn Ahab, sem er tilvísun í bókmenntaverkið Moby Dick, af gagnrýnendum hans, og hvað honum finnist um slík ummæli. „Mér gæti ekki verið meira sama,“ hefur National Geographic eftir Kristjáni. „Þeir geta skrifað það sem þeir vilja um mig.“ Þar er hann einnig spurður út í nýja reglugerð um hvalveiðar sem felur í sér að veiðieftirlitsmenn muni verða um borð í veiðiferðum og öllum gögnum verði komið til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar. Þá mun Fiskistofa m sjá um eftirlitsferðir við veiðar, myndbandsupptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra. „Þetta er ekkert nýtt,“ er haft eftir Kristjáni. Er hann einnig spurður út í eftirspurn eftir hvalkjöti og afurðum sem verða til við hvalveiðar. Þar segir hann fregnir um að Japanir, helsti markaður Hvals, þurfi að frysta og geyma töluvert magn sem ekki selt, vera rangar. Veiðarnar eru atvinnuskapandi, en umdeildar.Vísir/Egill Auðvitað borði Japanir hvalkjöt er haft óbeint eftir Kristjáni. „Annars værum við ekki að senda það þangað.“ Hann segir hvalveiðar einfaldlega snúast um viðskipti. „Ef að stofninn þolir ekki hvalveiðar þá værum við ekki að stunda hvalveiðar. Ef að stofninn þolir hvalveiðar, þá veiðum við. Það er bara svoleiðis.“ Framtíðin ekki í höndum Kristjáns Þó er bent á framtíð hvalveiða við Íslands sé ekki í höndum Kristjáns. Þar ráði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ferðinni. Í samtali við National Geographic segir hún næstu skref hvalveiða vera til skoðunar hjá ráðuneytinu. Framundan sé vinna til að meta samfélagsleg og efnahagsleg áhrif hvalveiða á Ísland. Þar muni gögn sem komið hafi til vegna eftirlitsferða embættismanna í hvalveiðiferðunum koma sér vel. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er með framtíð hvalveiða á Íslandi á sínu borði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að hvalveiðileyfi Hvals, sem rennur út eftir næsta ár, verði endurnýjað gefur Svandís ekki afdráttarlaust svar. „Það á eftir að ákveða það.“ Tímaritið hefur þó eftir Svandísi að taka verði með í reikninginn að aðeins eitt fyrirtæki haldi á hvalveiðileyfi. Þá hafi Íslendingar ekki lengur mikinn smekk fyrir hvalkjöti. „Þessi ástundun er hluti af fortíð okkar, fremur en framtíð,“ er haft eftir Svandísi. Lesa má umfjöllun National Geographic hér. Stjórnsýsla Hvalveiðar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. 11. ágúst 2022 17:48 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirgripsmikilli umfjöllun National Geographic um hvalveiðar á Íslandi. Þar er spurt hvort að nýyfirstaðin hvalveiðitvertíð Íslands hafi verið sú síðasta við strendur Íslands. Leitað er svara hjá Kristjáni, Svandísi sem og andstæðingum hvalveiða. Grannt fylgst með veiðunum Hvalveiðar við Íslandsstrendur hafa verið umdeildar um árabil. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem stundar veiðarnar og hefur það mátt þola mikla gagnrýni fyrir það, nú sem fyrr. Hvalveiðibátur Hvals kemur með hval í höfn.Vísir/Egill Hvalveiðivertíðin þetta árið hófst í júní og lauk 29. september. Alls veiddust 148 langreyðar að þessu sinni. Ekkert var veitt 2019, 2020 og 2021 en 2018 veiddust 146 langreyðar. Hvalur ehf. hefur leyfi til að veiða langreyðar til ársins 2023 en ekki lengur. Óvíst er hvort að heimildin verður framlengd. Umfjöllun National Geographic snýr að mestu leyti um framtíð hvalveiða við strendur Íslands. Þar er meðal annars rætt við Arne Feuerhahn, einn meðlima samtakanna Hard to Port, sem eru andsnúin hvalveiðum, vakta hvalstöðina í Hvalfirði á hvalveiðitímabilinu og reyna að vekja athygli heimsbyggðarinnar á hvalveiðum Íslendinga. Segir Arne að í sumar hafi hann meðal annars orðið vitni að því að hvalur sem skotinn hafi verið með fjórum skutlum hafi verið dreginn til lands. Það hafi verið hræðileg sýn. Auðvitað sé hvalkjöt borðað í Japan Farið er stuttlega yfir sögu og stöðu hvalveiða á Íslandi, stöðu hvalveiða á heimsvísu. Þá er einnig rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals. Er vísað í að hann hafi verið kallaður Kapteinn Ahab, sem er tilvísun í bókmenntaverkið Moby Dick, af gagnrýnendum hans, og hvað honum finnist um slík ummæli. „Mér gæti ekki verið meira sama,“ hefur National Geographic eftir Kristjáni. „Þeir geta skrifað það sem þeir vilja um mig.“ Þar er hann einnig spurður út í nýja reglugerð um hvalveiðar sem felur í sér að veiðieftirlitsmenn muni verða um borð í veiðiferðum og öllum gögnum verði komið til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar. Þá mun Fiskistofa m sjá um eftirlitsferðir við veiðar, myndbandsupptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra. „Þetta er ekkert nýtt,“ er haft eftir Kristjáni. Er hann einnig spurður út í eftirspurn eftir hvalkjöti og afurðum sem verða til við hvalveiðar. Þar segir hann fregnir um að Japanir, helsti markaður Hvals, þurfi að frysta og geyma töluvert magn sem ekki selt, vera rangar. Veiðarnar eru atvinnuskapandi, en umdeildar.Vísir/Egill Auðvitað borði Japanir hvalkjöt er haft óbeint eftir Kristjáni. „Annars værum við ekki að senda það þangað.“ Hann segir hvalveiðar einfaldlega snúast um viðskipti. „Ef að stofninn þolir ekki hvalveiðar þá værum við ekki að stunda hvalveiðar. Ef að stofninn þolir hvalveiðar, þá veiðum við. Það er bara svoleiðis.“ Framtíðin ekki í höndum Kristjáns Þó er bent á framtíð hvalveiða við Íslands sé ekki í höndum Kristjáns. Þar ráði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ferðinni. Í samtali við National Geographic segir hún næstu skref hvalveiða vera til skoðunar hjá ráðuneytinu. Framundan sé vinna til að meta samfélagsleg og efnahagsleg áhrif hvalveiða á Ísland. Þar muni gögn sem komið hafi til vegna eftirlitsferða embættismanna í hvalveiðiferðunum koma sér vel. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er með framtíð hvalveiða á Íslandi á sínu borði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að hvalveiðileyfi Hvals, sem rennur út eftir næsta ár, verði endurnýjað gefur Svandís ekki afdráttarlaust svar. „Það á eftir að ákveða það.“ Tímaritið hefur þó eftir Svandísi að taka verði með í reikninginn að aðeins eitt fyrirtæki haldi á hvalveiðileyfi. Þá hafi Íslendingar ekki lengur mikinn smekk fyrir hvalkjöti. „Þessi ástundun er hluti af fortíð okkar, fremur en framtíð,“ er haft eftir Svandísi. Lesa má umfjöllun National Geographic hér.
Stjórnsýsla Hvalveiðar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. 11. ágúst 2022 17:48 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. 11. ágúst 2022 17:48
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02