Þegar vanefndir og spilling spanna hálfan hnöttinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. október 2022 10:00 „Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur“. Úr landsfundarályktunum Vinstri grænna 2015. Völd, en engar efndir loforða 2017 komst VG ekki aðeins í ríkisstjórn, heldur varð formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í 4 ár réði flokkurinn fyrst bæði fyrir forsætisráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu, og nú, 5. árið, fékk flokkurinn, Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið; matvælaráðuneytið. Á þessum 5 árum, hefur verið veitt meira af hvölum en oftast eða nokkurn tíma áður, og, þrátt fyrir það, að VG hafi stýrt sjávarútvegsráðuneytinu og farið alfarið með hvalveiðar, frá í fyrra, fóru hvalveiðar fram með óbreyttum og fullum hætti nú í sumar. Ráðherra bar að stöðva veiðarnar 2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram undir berum himni. Þrátt fyrir það ríkidæmi, sem Hvalur hf byggði upp á síðustu öld, tímdi fyrirtækið aldrei að fjárfesta í vinnsluhúsi fyrir hvalina. Hefði þessi reglugerð Jóns Bjarnasonar því átt að stöðva veiðar og vinnslu Hvals. Hvalur virti hins vegar þessa reglugerð að vettugi í 8 ár, sýndi bara Matvælastofnun, sem átti að fylgja reglugerðinni eftir, fingurinn; verkaði áfram hval, eins og gert var 70 árum áður. 2017 varð Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, og var þeim nöfnunum, Kristjáni Loftssyni í Hval og honum, greinilega vel til vina, því ráðherrann setti stuttu seinna nýja reglugerð, nr. 533/2018, þar sem verkun hvals var aftur leyfð úti, undir berum himni, eins og var 1949. Einhver hefði kallað þetta dæmigerða íslenzka spillingu. Svandís hefði, eftir sína valdatöku í sjávarútvegsráðuneytinu, ekki aðeins getað, heldur hefði henni borið, að ógilda spillingarreglugerð Kristjáns Þórs og virkja aftur alvörureglugerð Jóns Bjarnasonar, nr. 489/2009, en þar með hefði Kristján Loftsson neyðst til að hætta hvalveiðum. Fátækar þjóðir, en fullar virðingar fyrir lífríkinu Heimsálfurnar Suður-Ameríka og Afríka mynda Suður-Atlantshaf. Frá Íslandi og í það mitt eru 10.000 km. Að vestanverðu eru Brasilía, Úrúgvæ og Argentína, og, að austanverðu, Afríkumegin, eru það Gabon, Angóla, Namibía og Suður-Afríka. Sjö strandþjóðir. Á síðustu öld murkuðu gráðugir og grimmir hvalveiðimenn lífið úr 2,9 milljónum hvala. Voru 71% þeirra drepnir í Suður-Atlantshafi. Þrátt fyrir fátækt og mikla matvælaþörf í þessum ríkjum, ákváðu þau, að láta það ganga fyrir, að mynda griðasvæði fyrir hvali í þessu sama hafi og fjöldaslátrunin hafði átt sér stað, af þeirri hugsun og hugsjón, að við verðum að reyna að endurreisa lífríki jarðar, sem við höfum gengið svo heiftarlega á. Þegar lýðræðið er fótum troðið Frá síðustu aldamótum hafa strandþjóðirnar sjö þannig barizt fyrir griðasvæðinu, án árangurs, þó að allan tímann hafi verið mikill meirihluti innan ráðsins fyrir griðasvæðinu, en hvalveiðiríki, með Íslendinga framarlega eða fremst í flokki, 10.000-15.000 km í burtu, hafa með lævísi og brögðum hindrað framgang vilja meirihlutans. Nú, á dögunum, á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Portoroz/Slóveníu, endurtók þessi ljóti leikur sig. Íslenzka sendinefndin, sem Svandís Svavarsdóttir skipaði, ásamt með 14 öðrum sendinefndum, mest örríkja, sem flestir hafa sjaldan heyrt eða séð, svo og ríkja, sem eru víðsfjarri Suður-Atlantshafi, gengu af fundi til að fyrirbyggja, að hægt væri að greiða atkvæði um málið. Við svona atkvæðagreiðslu þarf helmingur aðildarríkja að vera viðstaddur, til að fundurinn sé ályktunarhæfur. Með því að ganga af fundi, komu þessi 15 ríki því í veg fyrir að hægt væri að taka málið til atkvæðagreiðslu. Löðurmannlegt framferði – rangfærslur ráðherra Löðurmannlegt framferði sendinefndar Íslands það, og svo leyfir matvælaráðherra sér, að tilkynna fjölmiðlum, að íslenzka sendinefndin hafi gengið af fundi, til að forða ólýðræðislegri atkvæðagreiðslu, því ýms aðildarríki hefðu ekki mætt til fundarins. Afskæmdur sannleikur það, því mikið voru þetta ríki, sem töldu griðasvæði illt og óþarft, eins og Íslendingar. Sá íslenzka sendinefndin því hættu á, að griðasvæðið yrði samþykkt, og gaf Svandís, að eigin sögn, þá fyrirmæli um, að atkvæðagreiðslu skyldi spillt. Til viðbótar kemur, að íslenzka sendinefndin hefur leikið þennan ljóta leik áður, þegar hún óttaðist, að griðasvæðið yrði samþykkt, t.a.m. 2011. 2012 studdu 38 ríki tillöguna um griðasvæði, gegn 21 ríki. 2018 studdu 39 ríki tillöguna, gegn 25. Hér hefur því minnihluti ríkja, mikið undir forystu Íslands, beitt meirihlutann yfirgangi og ofbeldi um áratuga skeið. Hafa grunsemdir um mútur verið uppi. Er því með ólíkindum, að matvælaráðherra skuli leyfa sér að halda því fram, að Ísland sé að reyna að koma í veg fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú, að Svandís Svavarsdóttir, VG, skipað alræmdasta hvaladrápara heims, Kristján Loftsson, í íslenzku sendinefndina. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október 2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur“. Úr landsfundarályktunum Vinstri grænna 2015. Völd, en engar efndir loforða 2017 komst VG ekki aðeins í ríkisstjórn, heldur varð formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Í 4 ár réði flokkurinn fyrst bæði fyrir forsætisráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu, og nú, 5. árið, fékk flokkurinn, Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið; matvælaráðuneytið. Á þessum 5 árum, hefur verið veitt meira af hvölum en oftast eða nokkurn tíma áður, og, þrátt fyrir það, að VG hafi stýrt sjávarútvegsráðuneytinu og farið alfarið með hvalveiðar, frá í fyrra, fóru hvalveiðar fram með óbreyttum og fullum hætti nú í sumar. Ráðherra bar að stöðva veiðarnar 2009 setti Jón Bjarnason, þá sjávarútvegsráðherra, reglugerð nr. 489/2009, sem kvað á um það, að verka skyldi hval undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti við vinnslu og matvælaöryggi, en frá 1949 hafði þessi verkun farið fram undir berum himni. Þrátt fyrir það ríkidæmi, sem Hvalur hf byggði upp á síðustu öld, tímdi fyrirtækið aldrei að fjárfesta í vinnsluhúsi fyrir hvalina. Hefði þessi reglugerð Jóns Bjarnasonar því átt að stöðva veiðar og vinnslu Hvals. Hvalur virti hins vegar þessa reglugerð að vettugi í 8 ár, sýndi bara Matvælastofnun, sem átti að fylgja reglugerðinni eftir, fingurinn; verkaði áfram hval, eins og gert var 70 árum áður. 2017 varð Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra, og var þeim nöfnunum, Kristjáni Loftssyni í Hval og honum, greinilega vel til vina, því ráðherrann setti stuttu seinna nýja reglugerð, nr. 533/2018, þar sem verkun hvals var aftur leyfð úti, undir berum himni, eins og var 1949. Einhver hefði kallað þetta dæmigerða íslenzka spillingu. Svandís hefði, eftir sína valdatöku í sjávarútvegsráðuneytinu, ekki aðeins getað, heldur hefði henni borið, að ógilda spillingarreglugerð Kristjáns Þórs og virkja aftur alvörureglugerð Jóns Bjarnasonar, nr. 489/2009, en þar með hefði Kristján Loftsson neyðst til að hætta hvalveiðum. Fátækar þjóðir, en fullar virðingar fyrir lífríkinu Heimsálfurnar Suður-Ameríka og Afríka mynda Suður-Atlantshaf. Frá Íslandi og í það mitt eru 10.000 km. Að vestanverðu eru Brasilía, Úrúgvæ og Argentína, og, að austanverðu, Afríkumegin, eru það Gabon, Angóla, Namibía og Suður-Afríka. Sjö strandþjóðir. Á síðustu öld murkuðu gráðugir og grimmir hvalveiðimenn lífið úr 2,9 milljónum hvala. Voru 71% þeirra drepnir í Suður-Atlantshafi. Þrátt fyrir fátækt og mikla matvælaþörf í þessum ríkjum, ákváðu þau, að láta það ganga fyrir, að mynda griðasvæði fyrir hvali í þessu sama hafi og fjöldaslátrunin hafði átt sér stað, af þeirri hugsun og hugsjón, að við verðum að reyna að endurreisa lífríki jarðar, sem við höfum gengið svo heiftarlega á. Þegar lýðræðið er fótum troðið Frá síðustu aldamótum hafa strandþjóðirnar sjö þannig barizt fyrir griðasvæðinu, án árangurs, þó að allan tímann hafi verið mikill meirihluti innan ráðsins fyrir griðasvæðinu, en hvalveiðiríki, með Íslendinga framarlega eða fremst í flokki, 10.000-15.000 km í burtu, hafa með lævísi og brögðum hindrað framgang vilja meirihlutans. Nú, á dögunum, á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Portoroz/Slóveníu, endurtók þessi ljóti leikur sig. Íslenzka sendinefndin, sem Svandís Svavarsdóttir skipaði, ásamt með 14 öðrum sendinefndum, mest örríkja, sem flestir hafa sjaldan heyrt eða séð, svo og ríkja, sem eru víðsfjarri Suður-Atlantshafi, gengu af fundi til að fyrirbyggja, að hægt væri að greiða atkvæði um málið. Við svona atkvæðagreiðslu þarf helmingur aðildarríkja að vera viðstaddur, til að fundurinn sé ályktunarhæfur. Með því að ganga af fundi, komu þessi 15 ríki því í veg fyrir að hægt væri að taka málið til atkvæðagreiðslu. Löðurmannlegt framferði – rangfærslur ráðherra Löðurmannlegt framferði sendinefndar Íslands það, og svo leyfir matvælaráðherra sér, að tilkynna fjölmiðlum, að íslenzka sendinefndin hafi gengið af fundi, til að forða ólýðræðislegri atkvæðagreiðslu, því ýms aðildarríki hefðu ekki mætt til fundarins. Afskæmdur sannleikur það, því mikið voru þetta ríki, sem töldu griðasvæði illt og óþarft, eins og Íslendingar. Sá íslenzka sendinefndin því hættu á, að griðasvæðið yrði samþykkt, og gaf Svandís, að eigin sögn, þá fyrirmæli um, að atkvæðagreiðslu skyldi spillt. Til viðbótar kemur, að íslenzka sendinefndin hefur leikið þennan ljóta leik áður, þegar hún óttaðist, að griðasvæðið yrði samþykkt, t.a.m. 2011. 2012 studdu 38 ríki tillöguna um griðasvæði, gegn 21 ríki. 2018 studdu 39 ríki tillöguna, gegn 25. Hér hefur því minnihluti ríkja, mikið undir forystu Íslands, beitt meirihlutann yfirgangi og ofbeldi um áratuga skeið. Hafa grunsemdir um mútur verið uppi. Er því með ólíkindum, að matvælaráðherra skuli leyfa sér að halda því fram, að Ísland sé að reyna að koma í veg fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú, að Svandís Svavarsdóttir, VG, skipað alræmdasta hvaladrápara heims, Kristján Loftsson, í íslenzku sendinefndina. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun