Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 14:01 Valur vann Ferencváros, 43-39, á þriðjudaginn. vísir/hulda margrét Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira