„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:00 Valsarar fögnuðu fræknum sigri gegn Ferencváros í fyrrakvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals. Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira
Valsmenn unnu 43-39 sigur gegn Ferencváros frá Ungverjalandi en lögðu grunninn að sigrinum með mögnuðum fyrri hálfleik sem endaði 22-15. „Þetta er alla vega með því stærra sem við höfum séð síðustu ár. Íslenskt lið hefur ekki verið með í þessum stóru keppnum en núna fengu Valsararnir tækifæri til að vera með beint í riðlakeppninni, og taka þennan fyrsta leik svona,“ segir Ásgeir um þennan fyrsta leik af tíu hjá Val í riðlakeppninni. Gestirnir frá Ungverjalandi virtust á stórum köflum ekki hafa nein svör við ógnarhröðum leik Valsmanna: „Maður hefur sjaldan séð aðra eins yfirkeyrslu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það var alveg augljóst að Valsararnir voru búnir að vinna sína heimavinnu mikið betur en ungverska liðið. Það er ekkert nýtt að spila hratt. Það er ekkert nýtt að hlaupa mikið. En að ná að hlaupa svona mikið og halda mistökunum í lágmarki, það er eitthvað sem við höfum ekki séð neitt lið gera jafnvel og þeir eru að gera í dag,“ segir Ásgeir. Næsti leikur Vals í keppninni er gegn Benidorm á Spáni á þriðjudaginn og liðið tekur svo á móti sterku liði Flensburg þriðjudaginn 22. nóvember. Ásgeir segir að búast megi við betur undirbúnum andstæðingum í þessum leikjum: „Þeir [Valsarar] koma ekki mjög oft á óvart í röð. Það eru allir að skoða alla og þau lið sem þeir koma til með að spila við átta sig á því hvað planið er. Við sáum teikn á lofti í seinni hálfleiknum um það hvernig Ungverjarnir reyndu að hægja á þessu, og bregðast við þessum hröðu upphlaupum. En það er hægt að tala rosalega mikið um hraða á æfingum og í undirbúningi, en svo er þetta ákveðinn veggur þegar þú mætir í leik. Það er það sem ég held að hafi gerst [í fyrrakvöld]. Það var mögulega búið að segja þeim þetta en þegar þú ert kominn á parketið, í fullum gangi, þá er þetta sennilega meira en þú býst við,“ segir Ásgeir.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira