Greiðsluþátttaka vegna tannréttinga ekki aukist í 20 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2022 07:21 Tannréttingar barna eru nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, segir umboðsmaður. Getty Umboðsmaður barna segir að til sín hafi leitað foreldrar sem hafa neyðst til þess að neita börnum sínum um tannréttingar, vegna fjárhags fjölskyldunnar. Raunkostnaður við tannréttingar sé 900 til 1.500 þúsund krónur en niðurgreiðsla sjúkratrygginga aðeins 150 þúsund. Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi umboðsmanns til heilbrigðisráðherra, þar sem ráðherra er hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í tannréttingum barna. Þar segir að upphæð niðurgreiðslunnar hafi ekki tekið breytingum í 20 ár en ef upphæðin hefði fylgt vísitöluþróun væri hún um það bil 400 þúsund krónur í dag. Vísar umboðsmaður til einnar helstu grundvallarreglu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að öll börn eigi að fá notið þeirra réttinda sem sáttmálin kveður á um án mismununar af nokkru tagi, svo sem stöðu foreldra. Þá sé í 24. grein kveðið á um rétt barna til besta heilsufars sem hægt sé að tryggja. „Í heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 er það áréttað að aukinn jöfnuður innan heilbrigðiskerfisins sé liður í því að bæta aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og er þar fjallað um ákveðin skref sem stigin hafa verið í þá átt, eins og aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna tannlækninga barna. Ljóst er að tímabært er að stíga næstu skref í þá átt með því að tryggja öllum börnum sem á þurfa að halda, meðferð tannréttingalækna,“ segir umboðsmaður. Hann segir að hafa beri í huga að auðveldara sé að rétta tennur og bit hjá börnum en fullorðnum en auk þess geti bit- eða tannskekkjur haft neikvæð áhrif á heilbrigði tanna, tannholds og kjálkaliða. Þá geti bitskekkja baldið talerfiðleikum, orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum tanna, haft áhrif á kjálkaliði sem getur valdið höfuðverkjum, auk þess sem tannskekkja getur leitt til erfiðleika við að halda tönnum hreinum. „Meðferð barna hjá tannréttingalæknum er samkvæmt því nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, sem getur komið í veg fyrir alvarlegar tannskemmdir og aðra heilsufarslega kvilla sem kalla á kostnaðarsamar og flóknar tannviðgerðir og tannréttingar á fullorðinsaldri.“ Erindi umboðsmanns.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mannréttindi Tannheilsa Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira