„Ég myndi aldrei láta það uppi“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. október 2022 22:41 Vigdís segir að með ljóðum varðveitum við íslenska tungu sem er dýrmætari en allt annað Vísir/Vilhelm Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni. Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Útgáfu bókarinnar var fagnað við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í dag. Þar hélt Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðu til heiðurs Vigdísar og minntist þar meðal annars á skáp í Thomsenstofu á Bessastöðum en þangað hafði Vigdís safnað urmul ljóðabóka í forsetatíð sinni. Hún hefur alltaf verið ljóðelsk að eigin sögn. „Já, ég man ekki eftir mér öðruvísi. En ég er náttúrulega alin upp þannig að mitt fólk var mjög ljóðelskt og það var mikið farið með ljóð í minni bernsku og æsku. Ljóðin hafa bundið svo vel íslenska tungu. Og með ljóðum varðveitum við þessa tungu sem er okkur dýrmætari en allt annað. Á meðan við tölum íslenska tungu þá erum við öðruvísi en annað fólk í heiminum,“ segir Vigdís. Við útgáfuhófið voru veitt ný hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur sem Brynja Hjálmsdóttir skáld og rithöfundur tók við. Brynja Hjálmarsdóttir, rithöfundur og skáld, tók við hvatningarverðlaunum Vigdísar Finnbogadóttur við útgáfuhófið.Vísir/Vilhelm „Á meðan að ljóðlistin og útgáfa ljóða eru vinsælar jólagjafir og fermingagjafir - nú er ég með áróður; vinsælar fermingagjafir - þá lifir ljóðlist á Íslandi.“ En hvað er það í ljóðum sem nær Vigdísi? Hvernig voru ljóðin valin í nýju bókina? „Að það sé í þeim ákveðin lífsspeki, hrynjandi auðvitað og að leika sér að tungumálinu. En líka speki. Vegna þess að tungumálið geymir alla visku mannsins.“ Þú hefur ekkert sjálf leikið þér við að semja eða hvað? „Ég myndi aldrei láta það uppi,“ segir Vigdís glettin. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur útgáfuhófið í dag.Vísir/Vilhelm
Íslensk fræði Bókmenntir Ljóðlist Forseti Íslands Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira