Kallaði nýja forsætisráðherrann Rashee Sanook Bjarki Sigurðsson skrifar 25. október 2022 18:21 Joe Biden átti erfitt með að bera fram nafn forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak. EPA/Yuri Gripas Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli. Í gærkvöldi sendi Joe Biden Bandaríkjaforseti hamingjuóskir á Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Eða, hann var líklegast að reyna að senda hamingjuóskir á hann því hann óskaði reyndar „Rashee Sanook“ til hamingju með nýju stöðuna. Forsetinn hefur greinilega ekki æft framburð sinn áður en hann stökk upp í pontu. Biden áttaði sig ekki á mistökum sínum og hélt ræðu sinni áfram. Þar sagði hann þetta vera ótrúlegan viðburð. Forsetinn hefur áður verið hafður að háði og spotti fyrir orð sín. Hann á það til að gleyma um hvað hann er að tala og mismæla sig ansi hressilega. Þá gerðist hann eitt sinn sekur um að búa til sitt eigið orð er hann reyndi að lýsa Bandaríkjunum. Þegar forsetinn var að tala um skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs var hann að lesa ræðu sína af skjá. Á skjánum var hann beðinn um að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka síðustu setningu. Í staðinn fyrir að gera það las forsetinn upphátt: „Endurtaktu setninguna“. Repeat the line Prompter pic.twitter.com/3VXi9cgjVR— Ali (@bringyourownear) October 16, 2022 Svo var það þegar forsetinn ætlaði að byrja ræðu sína á tveimur orðum. En orðin tvö urðu óvart þrjú. Two words: made in America. Biden? Bruh? pic.twitter.com/ALFLojk0DW— Damien Jamar (@DamienJamar336) October 22, 2022 Joe Biden verður áttatíu ára gamall þann 20. nóvember næstkomandi. Biden er elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en næst á eftir honum kemur Ronald Reagan sem var 77 ára og 349 daga þegar hann hætti sem forseti. Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Í gærkvöldi sendi Joe Biden Bandaríkjaforseti hamingjuóskir á Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Eða, hann var líklegast að reyna að senda hamingjuóskir á hann því hann óskaði reyndar „Rashee Sanook“ til hamingju með nýju stöðuna. Forsetinn hefur greinilega ekki æft framburð sinn áður en hann stökk upp í pontu. Biden áttaði sig ekki á mistökum sínum og hélt ræðu sinni áfram. Þar sagði hann þetta vera ótrúlegan viðburð. Forsetinn hefur áður verið hafður að háði og spotti fyrir orð sín. Hann á það til að gleyma um hvað hann er að tala og mismæla sig ansi hressilega. Þá gerðist hann eitt sinn sekur um að búa til sitt eigið orð er hann reyndi að lýsa Bandaríkjunum. Þegar forsetinn var að tala um skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs var hann að lesa ræðu sína af skjá. Á skjánum var hann beðinn um að leggja áherslu á orð sín með því að endurtaka síðustu setningu. Í staðinn fyrir að gera það las forsetinn upphátt: „Endurtaktu setninguna“. Repeat the line Prompter pic.twitter.com/3VXi9cgjVR— Ali (@bringyourownear) October 16, 2022 Svo var það þegar forsetinn ætlaði að byrja ræðu sína á tveimur orðum. En orðin tvö urðu óvart þrjú. Two words: made in America. Biden? Bruh? pic.twitter.com/ALFLojk0DW— Damien Jamar (@DamienJamar336) October 22, 2022 Joe Biden verður áttatíu ára gamall þann 20. nóvember næstkomandi. Biden er elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en næst á eftir honum kemur Ronald Reagan sem var 77 ára og 349 daga þegar hann hætti sem forseti.
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira