Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2022 14:39 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks. Vísir/Vilhelm Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“ Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent