Tveggja ára dómur fyrir vændiskaup og alvarlegar líkamsárásir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 18:46 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa greitt fyrir vændi, beitt tvær konur alvarlegu ofbeldi og brotið gegn valdstjórninni. Landsréttur sneri hins vegar við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði sakfellt manninn fyrir tilraun til nauðgunar vegna óskýrleika í ákæru. Aukinheldur féllst rétturinn ekki á niðurstöðu héraðsdóms um að ofbeldi hans gagnvart kærustu sinni teldist til ofbeldis í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Í dómi Landsréttar voru tekin fyrir brot gegn tveimur konum sem og valdstjórninni. Er hann sakfelldur fyrir að hafa beitt konu ofbeldi með því að veitast að henni og taka hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa hótað að drepa brotaþola. Maðurinn játaði að hafa greitt nokkrum sinnum fyrir vændi af konunni. Féllst ekki á tilraun til nauðgunar Í dómnum hafði konan sem maðurinn keypti vændi af lýst því að maðurinn hafi ýtt henni upp á rúm á dvalarstað hennar togað í nærbuxur sem hún klæddist á meðan hann veittist að henni. Einnig lýsti brotaþoli því að maðurinn hefði ýtt henni niður á rúmið og sagt: „Ég verð á fá kynlíf, ég fæ það ekki með munnmökum“. Meðal gagna málsins var símtal konunnar á neyðarmóttöku þar sem heyrist í manninum snöggreiðast er hann áttar sig á því að hún sé að hringja á eftir hjálp. Í dómi héraðsdóms er nánar lýst samskiptum þeirra sem heyrast í símtalinu. Héraðsdómur hafði, í samræmi við fyrrgreinda frásögn, sakfellt manninn fyrir tilraun til að nauðga konunni. Landsréttur taldi hins vegar að meintri háttsemi mannsins er laut að tilraun hans til nauðgunar hafi ekki verið lýst í ákærutexta. Var ákæruvaldið talið bera ábyrgð á óskýrleika í ákæru sem var talin til þess fallinn að gera varnir ákærða ábótavant. Ósammála um eðli sambands Þá voru einnig tekin fyrir tvö ofbeldisbrot mannsins gegn konu, annars vegar á heimili hennar og hins vegar á hóteli. Við rannsókn lögreglu var miðað við að konan væri kærasta hans. Í dómi héraðsdóms var maðurinn dæmdur fyrir brot í nánu sambandi en brotaþoli hafði við skýrslutökur lýst því að þau hefðu verið í sambúð. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komði fram sem gat stutt þann framburð ákærða að hann hafi verið búsettur. Landsréttur var þessu ósammála og vísaði til þess að ákærða og brotaþola hafi ekki borið saman um hvort þau hafi verið í sambúð. Landséttur taldi að samband þeirra hafi verið skammvinnt og að ítrekuð rof hafi verið á því. Var því ekki talið að slík tengsl hafi myndast að sambandið gæti talist náið. Einnig er maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að reyna að skalla lögreglumann sem ætlaði að handtaka hann í apríl 2020. Þá er hann einnig dæmdur fyrir að hafa bitið lögreglumann í lærið með þeim afleiðingum að hann hlaut mar. Í ágúst sama ár þegar lögregla sinnti skyldustörfum að handtaka manninn sparkaði hann í maga lögreglumanns með þeim afleiðingum að hann marðist. Þá hrækti hann einnig framan í lögreglumanninn.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira