Breiðvirkt bóluefni gegn HPV gefið bæði stúlkum og drengjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2022 09:36 Gardasil virkar gegn fleiri tegundum HPV en Cervarix. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að öllum börnum, óháð kyni, verði boðin bólusetning gegn HPV-veirunni. Jafnframt verður nýtt breiðvirkara bóluefni tekið til notkunar, sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum HPV. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. „Til eru fjölmargar gerðir HPV veira. Margar þeirra valda engum einkennum, aðrar valda kynfæravörtum og nokkrar tegundir geta valdið krabbameini. Leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið af völdum HPV veirunnar en hún getur einnig valdið krabbameini í ytri kynfærum, endaþarmi, munni og hálsi,“ segir í tilkynningunni. Í rúman áratug hefur 12 ára stúlkum verið boðin bólusetning gegn HPV með bóluefninu Cervarix. Það virkar gegn nokkrum tegundum veirunnar en nú á að taka í notkun bóluefnið Gardasil, sem veitir vörn gegn töluvert fleiri tegundum. „Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en oft kemur fullur ávinningur ekki í ljós fyrr en 15-20 árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Góð bólusetningarþátttaka skiptir því miklu máli. Frá því að bólusetning stúlkna hófst hér á landi árið 2011 hefur þátttakan verið um 90% sem lofar góðu um árangurinn til lengri tíma litið. Notkun breiðvirkara bóluefnis sem gefið er öllum börnum mun skila enn meiri ávinningi í baráttunni gegn krabbameini af völdum HPV veirunnar,“ segir í tilkynningunni. HPV-veiran er til staðar hjá langflestum sem greinast með leghálskrabbamein eða forstigsbreytingar. Meirihluti fólks fær HPV-veiruna á einhverjum tímapunkti en í flestum tilvikum losar líkaminn sig við veiruna á innan við tveimur árum. Veiran smitast einna helst við kynmök. Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. „Til eru fjölmargar gerðir HPV veira. Margar þeirra valda engum einkennum, aðrar valda kynfæravörtum og nokkrar tegundir geta valdið krabbameini. Leghálskrabbamein er algengasta krabbameinið af völdum HPV veirunnar en hún getur einnig valdið krabbameini í ytri kynfærum, endaþarmi, munni og hálsi,“ segir í tilkynningunni. Í rúman áratug hefur 12 ára stúlkum verið boðin bólusetning gegn HPV með bóluefninu Cervarix. Það virkar gegn nokkrum tegundum veirunnar en nú á að taka í notkun bóluefnið Gardasil, sem veitir vörn gegn töluvert fleiri tegundum. „Ávinningur af bólusetningu gegn HPV veirunni er mikill en oft kemur fullur ávinningur ekki í ljós fyrr en 15-20 árum eftir að reglubundin bólusetning hefst. Góð bólusetningarþátttaka skiptir því miklu máli. Frá því að bólusetning stúlkna hófst hér á landi árið 2011 hefur þátttakan verið um 90% sem lofar góðu um árangurinn til lengri tíma litið. Notkun breiðvirkara bóluefnis sem gefið er öllum börnum mun skila enn meiri ávinningi í baráttunni gegn krabbameini af völdum HPV veirunnar,“ segir í tilkynningunni. HPV-veiran er til staðar hjá langflestum sem greinast með leghálskrabbamein eða forstigsbreytingar. Meirihluti fólks fær HPV-veiruna á einhverjum tímapunkti en í flestum tilvikum losar líkaminn sig við veiruna á innan við tveimur árum. Veiran smitast einna helst við kynmök.
Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira