Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 19:38 Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Ívar Fannar Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. Að minnsta kosti einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir árás drengjanna í gær en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu réðust þeir á fullorðna einstaklinga sem þeir þekktu ekki. Rætt verður við drengina á næstu dögum en þeir eru ósakhæfir. Barna- og fjölskyldustofa sinnir mörgum þeirra sem hafa gerst uppvísir að ofbeldi og hafa þau orðið vör við aukið ofbeldi meðal ungmenna undanfarið. „Við höfum alveg séð að það hefur verið einhver aukning en eins og með mjög margt hjá okkar unglingum þá kemur þetta í bylgjum, svona ákveðin trend, og þetta er eitt af þeim sem að við erum að sjá núna,“ segir Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu. Í mörgum tilfellum hafa vopn verið notuð, til að mynda hnífar, og hefur slíkt verið að færast í aukana. „Vopnaburðurinn er kannski það sem við höfum verið að sjá í nokkurn tíma vera að fara upp á við en ofbeldið kemur einmitt bara svona í bylgjum,“ segir hann. Erfitt sé að benda á einhverja orsök en ýmislegt geti spilað inn í, þar á meðal samfélagsmiðlar. „Krakkarnir fylgja líka því sem er að gerast í fullorðins heiminum og svo erum við náttúrulega að tala um eins og TikTok og Youtube Short og hvað og hvað, og það er náttúrulega alls konar ósómi sem er verið að kynna fyrir þeim þar,“ segir Funi. Ljóst sé að líta þurfi á málaflokkinn heildstætt og allir sem séu í kringum börn átti sig á því að um vandamál sé að ræða. Mögulega væri hægt að taka mið af reynslu annarra landa en Ísland sé ef til vill nokkrum árum á eftir í þróuninni. Hann nefnir sem dæmi Bretland þar sem yfirvöld hafa gripið hart og hratt inn í en þar sé allur viðbragðstími hraðari. Gera þurfi börnum strax grein fyrir afleiðingum gjörða sinna svo þau geti lært af þeim en einnig vinna öflugt forvarnarstarf. „Við þurfum að vera vakandi og tala um þetta og grípa inn í um leið og við getum út af því að við þurfum að vera á undan, við þurfum ekki að bíða eftir að eitthvað svona gerist,“ segir Funi. „Ég meina maður getur rétt ímyndað sér, án þess að ég hafi hugmynd um þessa einstaklinga, að það er örugglega eitthvað á bak við sem hefði verið hægt að grípa inn í miklu fyrr og hjálpað til,“ segir hann enn fremur. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Að minnsta kosti einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir árás drengjanna í gær en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu réðust þeir á fullorðna einstaklinga sem þeir þekktu ekki. Rætt verður við drengina á næstu dögum en þeir eru ósakhæfir. Barna- og fjölskyldustofa sinnir mörgum þeirra sem hafa gerst uppvísir að ofbeldi og hafa þau orðið vör við aukið ofbeldi meðal ungmenna undanfarið. „Við höfum alveg séð að það hefur verið einhver aukning en eins og með mjög margt hjá okkar unglingum þá kemur þetta í bylgjum, svona ákveðin trend, og þetta er eitt af þeim sem að við erum að sjá núna,“ segir Funi Sigurðsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu. Í mörgum tilfellum hafa vopn verið notuð, til að mynda hnífar, og hefur slíkt verið að færast í aukana. „Vopnaburðurinn er kannski það sem við höfum verið að sjá í nokkurn tíma vera að fara upp á við en ofbeldið kemur einmitt bara svona í bylgjum,“ segir hann. Erfitt sé að benda á einhverja orsök en ýmislegt geti spilað inn í, þar á meðal samfélagsmiðlar. „Krakkarnir fylgja líka því sem er að gerast í fullorðins heiminum og svo erum við náttúrulega að tala um eins og TikTok og Youtube Short og hvað og hvað, og það er náttúrulega alls konar ósómi sem er verið að kynna fyrir þeim þar,“ segir Funi. Ljóst sé að líta þurfi á málaflokkinn heildstætt og allir sem séu í kringum börn átti sig á því að um vandamál sé að ræða. Mögulega væri hægt að taka mið af reynslu annarra landa en Ísland sé ef til vill nokkrum árum á eftir í þróuninni. Hann nefnir sem dæmi Bretland þar sem yfirvöld hafa gripið hart og hratt inn í en þar sé allur viðbragðstími hraðari. Gera þurfi börnum strax grein fyrir afleiðingum gjörða sinna svo þau geti lært af þeim en einnig vinna öflugt forvarnarstarf. „Við þurfum að vera vakandi og tala um þetta og grípa inn í um leið og við getum út af því að við þurfum að vera á undan, við þurfum ekki að bíða eftir að eitthvað svona gerist,“ segir Funi. „Ég meina maður getur rétt ímyndað sér, án þess að ég hafi hugmynd um þessa einstaklinga, að það er örugglega eitthvað á bak við sem hefði verið hægt að grípa inn í miklu fyrr og hjálpað til,“ segir hann enn fremur.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00
Börn niður í ellefu ára aldur beiti ofbeldi til þess eins að fá „læk“ á samfélagsmiðlum Ofbeldi meðal ungra krakka hefur aukist og stöðugt fleiri börn bera á sér vopn, að sögn lögreglu. Dæmi séu um að krakkar allt niður í ellefu ára aldur taki þátt í slagsmálum – oft í þeim eina tilgangi að geta birt af þeim myndbönd á samfélagsmiðlum. 13. desember 2021 21:01
Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. 30. ágúst 2020 07:17
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði