Dagný skoraði í dramatískum sigri Hamranna | Wolfsburg áfram á sigurbraut Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2022 13:40 Leikmenn West Ham United fagna marki Dagnýjar Brynjarsdóttur í dag. Harriet Lander/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, skoraði fyrra mark liðs síns í naumum 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir lék stundarfjórðung í sigri Wolfsburg sem jók forystu sína á toppi deildarinnar. Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Dagný kom Hömrunum yfir strax á annarri mínútu leiksins og ekki löngu síðar tvöfaldaði Honoka Hayashi forystuna. Staðan orðin 2-0 og sigur West Ham svo gott sem kominn í hús, eða hvað? Staðan var 2-0 í hálfleik en á 73. mínútu fékk heimaliðið vítaspyrnu. Alisha Lehmann fór á punktinn en brenndi af. Það stöðvaði ekki Villa-konur og minnkaði Kenza Dali muninn skömmu síðar. Hawa Cissoko fékk svo rautt spjald í liði West Ham í þann mund sem venjulegur leiktími rann út en alls var tíu mínútum bætt við. Hawa Cissoko should get called up for the boxing tonight!! pic.twitter.com/Rfw90AB54V— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 15, 2022 Dagný og stöllur hennar héldu hins vegar út og fóru með stigin þrjú heim til Lundúna. Hamrarnir hafa nú leikið fjóra leiki, tveir hafa unnist og tveir hafa tapast. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með sex stig. And breathe... We take all three points in the West Midlands! #AVLWHU 1-2 pic.twitter.com/Qi9dPBBZw4— West Ham United Women (@westhamwomen) October 15, 2022 Í Þýskalandi var Sveindís Jane Jónsdóttir á varamannabekk Wolfsburg er liðið sótti Potsdam heim. Sveindís Jane spilaði 15 mínútur í 2-0 sigri. Alexandra Popp og Ewa Pajor með mörkin. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig á meðan Íslendingalið Bayern München er í öðru sæti með sjö stig og leik til góða. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði nær allan síðari hálfleikinn þegar Fiorentina vann 1-0 útisigur á Pomgliano. Fiorentina er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 15 stig að loknum sex umferðum, stigi minna en topplið Inter. Alexandra Jóhannsdóttir er leikmaður Fiorentina og spilar því í fjólubláu næstu misseri.ACF Fiorentina
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira