„Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 19:30 Arnar Grétarsson mun taka við þjálfun Vals að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét „Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira