„Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 19:30 Arnar Grétarsson mun taka við þjálfun Vals að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét „Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira