Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 19:01 Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir marga enn glíma við eftirköst Covid. Vísir/Egill Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Þrátt fyrir að rúmir sjö mánuðir séu nú síðan að öllum opinberum sóttvarnaraðgerðum var hætt hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins má enn greina áhrifin af faraldrinum. Til að mynda á Reykjalundi en í hverri viku berast þangað umsóknir um aðstoð frá fólki sem glímir við langtímaveikindi eftir að hafa fengið Covid-19. „Núna eru um tuttugu og fimm manns með þessa greiningu sem er þá langvinn einkenni eftir Covid. Það þýðir það að fólk er með einkenni sem að eru alvarleg enn þá þremur mánuðum eftir veikindin,“ segir Stefán Yngvason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Stefán segir einkennin oft vera mæði, verki af ýmsu tagi, þreytu og heilaþoku. Þeim sem koma á Reykjalund er boðið upp á sex vikna meðferð en hundrað tuttugu og fimm hafa þegar lokið meðferð vegna langtímaáhrifa af Covid-19. Langflestir eru aldrinum fertugt til sextugs. Heilbrigðisstofnanir víða um heim takast nú á við eftirköst faraldursins en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt stjórnvöld til að bregðast við og grípa til aðgerða vegna þessa. „Við sjáum það hjá WHO að þeir hafa sett þetta mjög á oddinn sem stórt og alvarlegt vandamál að fólk er óvinnufært vegna langvinnra einkenna eftir Covid. Þeir telja að bara í Evrópulöndum, fimmtíu og þremur Evrópulöndum, séu um sautján milljónir með langvinn einkenni eftir Covid og stór hluti þeirra sé ekki enn þá kominn til starfa.“ Endurhæfingin á Reykjalundi fyrir þá sem glíma við eftirköst Covid-19 tekur sex vikur.Vísir/Egill Hann telur að búast megi við að umsóknir haldi áfram að berast næstu misserin. „Það er nú þannig að eftir að ómíkron hefur komið þá eru miklu fleiri sem veikjast en þeir veikjast ekki eins mikið en það virðist sem að það séu þá margir samt sem að fái langvarandi Covid einkenni og þar sýnir tölfræðin að konur fá frekar langvinn einkenni heldur en karlar.“ Margskonar þjálfun og fræðsla er á meðal þess sem boðið er upp á á Reykjalundi.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17 Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Segir brýnt að grípa til aðgerða vegna eftirkasta Covid-19 Tugmilljónir manna þjást enn af eftirköstum Covid-19, sem eru að hafa alvarlegar afleiðingar á líf þeirra og afkomu. Þá hafa þau komið hart niður á heilbrigðiskerfum og efnahag ríkja heims. 13. október 2022 12:17
Um nítján þúsund þáðu bólusetningu Um það bil nítján þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri þáðu bólusetningu í tveggja vikna átaki í Laugardalshöll sem lauk í síðustu viku. 12. október 2022 13:57
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00