Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja? Rúnar Sigurðsson skrifar 13. október 2022 11:30 Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Upplýsingatækni Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Skýjalausnir hvað er það? Skýjalausnir eru hugbúnaðar lausnir er keyra í sérhönnuðum gagnaverum og allir notendur eru í sömu grunnútgáfunni, þ.e. ekki er haldið utan um sértæka útgáfu fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig. Aðlaganir fyrir hvern og einn er hægt að gera, en grunnkerfið er alltaf í sömu útgáfu fyrir alla notendur. Þessar sértæku aðlaganir halda sér þótt ný grunnútgáfa líti dagsins ljós. Uppfærslur gerast miðlægt og kostnaður við þróun dreifist á marga aðila. Fyrirtækin aðlaga sig að lausninni frekar en að hanna eigin lausnir, sem er síðan erfitt að uppfæra án mikils kostnaðar. Við þekkjum vel slíkar lausnir en þar eru Microsoft 365 og Uniconta upplýsingakerfið góð dæmi um skýjalausnir þar sem allir eru í sömu útgáfunni þó hver og einn hafi gert einhverjar aðlaganir á hverri fyrir sig. Eru gömlu upplýsingakerfin að deyja út? Miklar breytingar eiga sér nú stað með tilkomu skýjalausna og nútíma högunar á upplýsingakerfum. Áður áttu upplýsingakerfin að gera allt fyrir alla, en nú eru kröfur þannig að öflugar sérlausnir tengjast öflugu fjárhagskerfi sem tekur á íslenskum sérþörfum. Þannig er hægt að velja skýjalausn sem leysir nútíma þarfir og gömlu upplýsingakerfin fjara út, eða hreinlega hverfa. Sértækar lausnir munu gera það að verkum að gömlu kerfin standast ekki samanburð eða uppfylla þarfir nútímans. Hvað tekur við? Nú veljum við að lausnir sem henta okkur og fáum þær til að tala saman. Við veljum okkur einfaldlega besta fjárhagskerfið, besta verk- og tímaskráningarkerfið eða þá lausn sem við teljum henta okkur best hverju sinni. Síðan einfaldlega tengjum við saman það sem þarf að tengja og þau gögn sem við viljum að fari á milli með forritaskilum. Það er alltaf að verða auðveldara að tengja ólík kerfi saman. Þannig má finna þá bestu lausn sem hentar okkur í verkefnið sem á að leysa. Með tilkomu skýjalausna er líka mun auðveldra að láta lausnir tala saman því aðgengi í skýinu er auðveldara, er ekki á netþjóni innan fyrirtækis sem er lítt aðgengilegur. Hvering á að velja réttu lausnina? Fyrst skal huga að því að lausnin sé skýjalausn og sé í vottuðu og viðurkenndu umhverfi. Afritun sé í lagi og uppfærslur gerist sjálfkrafa og reglulega. Síðan skal velja rétt fjárhagskerfið sem uppfyllir íslenskar reglur og staðla og er með allar tengingar við íslenskt umhverfi. Þar ber helst að nefna, tengingu við banka, rafræna skeytamiðlara, þjóðskrá, fyrirtækjaskrá, innheimtukerfi og kröfukerfi. Kerfið þarf einnig að hafa öflug forritaskil og geta tengst öðrum kerfum á auðveldan hátt. Samþáttanir og flæði á milli kerfa – nútíminn Ef þörf er á að velja sértækar lausnir eins og verk- og tímaskráningar eða önnur þau kerfi sem okkur líst vel á er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega hvað er í boði. Einnig er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort þörf sé á að vera með sér íslenskar aðlaganir í sértækum lausnum. Yfirleitt er það ekki hægt í sérhönnuðum sértækum skýjalausnum að vera með sér íslenskar aðlaganir, því er mikilvægt að fjárhagskerfið sé með það sem þarf til að tengjast íslensku umhverfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Svar ehf.