Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 22:32 Gísli Þorgeir átti frábæran leik í sókn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44