Gísli Þorgeir: Fannst við sýna fagmennsku og virðingu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 22:32 Gísli Þorgeir átti frábæran leik í sókn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét „Fimmtán marka sigur, topp stemmning og frábærir áhorfendur. Við getum eiginega ekki beðið um meira,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir sigur Íslands á Ísrael en Gísli átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið. Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Það urðu skakkaföll í íslenska liðinu í vikunni og leikmenn eins og Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon féllu úr skaftinu. Gísli Þorgeir var ánægður með hvernig liðið svaraði þessum áföllum. „Mér finnst við bregðast þokkalega vel við því satt að segja. Við missum tvo heimsklassa leikmenn úr liðinu sem eru lykilleikmenn en mér finnst hópurinn sýna sem heild hvað eru mikil gæði í þessu liði. Þessi sama gamla klisja, maður í manns stað og allt það, en það sýndi sig virkilega í dag að gæðin eru sannarlega til staðar.“ „Það eru margir að segja að við ættum svoleiðis að valta yfir Ísrael en það er ekkert sjálfsagt, það er ekkert sjálfsagt í þessum handbolta lengur og mér fannst við sýna þessu verkefni mikla fagmennsku og virðingu. Ég er mjög glaður með það.“ Gísli Þorgeir er lykilmaður í liði Magdeburg sem varð Þýskalandsmeistari á síðasta tímabili og þar að auki með stórt hlutverk í landsliðinu. „Auðvitað fylgir því ábyrgð að vera miðjumaður í landsliðinu og þar sem ég er í Þýskalandi og ég því bara með mikilli reisn og miklu stolti. Ég ætla bara að halda áfram mínu striki og gefa mitt fyrir liðið.“ Framundan um helgina er leikur gegn Eistlandi. „Þetta er erfiður útivöllur, þetta verður ekki auðvelt og eflaust einhverjir sem segja líka að við eigum að valta yfir þá og svoleiðis ble. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og við þurfum að sýna því verkefni nákvæmlega sömu virðingu og við gerðum í dag. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við ættum ekki að ráða við, við ætlum okkur sigur,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22 Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Guðmundur: Þurfum að viðhalda stöðugleikanum „Frammistaðan var frábær, ég vil byrja á því að þakka stuðningsmönnum og áhorfendum fyrir stórkostlegan stuðning. Enn og aftur er uppselt og það verður gaman þegar við fáum þjóðarhöllina og sjáum sex þúsund áhorfendur á leik. Það vonandi styttist í það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands eftir góðan sigur á Ísrael í kvöld. 12. október 2022 22:22
Umfjöllun: Ísland - Ísrael 36-21 | Öruggt fyrsta skref í átt að Evrópumótinu Ísland vann öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Ísland leiddi 16-10 í hálfleik en í síðari hálfleik jók íslenska liðið muninn jafnt og þétt og sýndu mátt sinn og megin. 12. október 2022 21:44