Spáir snöggri lækkun á fasteignaverði Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2022 19:46 Liz Truss gekk glaðbeitt á fund leiðtoga annarra evrópuríkja í síðustu viku en heima fyrir eru vandamálin ærin. AP/Alastair Grant Íslenskur hagfræðingur hjá London School of Economics í Bretlandi segir að fasteignaverð þar og hér á landi geti lækkað mjög snögglega vegna mikilla vaxtahækkana. Nái spár alþjóðlegra fjármálastofnana um samdrátt á næsta ári fram að ganga hefði það mjög fljótlega áhrif á íslenskan efnahag. Liz Truss vann leiðtogakjörið í breska Íhaldsflokknum með loforðum um miklar skattalækkanir til að örva breskt efnahagslíf. Þar eins og víða annars staðar glíma stjórnvöld við mikla verðbólgu og hækkun vaxta. Um leið og breska stjórninn kynnti efnahagstillögur sínar lá við að lífeyrissjóðir færu á hausinn vegna lækkandi verðs á ríkisskuldabréfum þannig að Englandsbanki greip inn í með stórfelldum kaupum á bréfunum. Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics segir ríkisstjórn Bretlands hafa gert mistök með efnahagsaðgerðum sínum.Vísir/ Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics (LSE) segir aðgerðirnar óraunhæfar. „Það sem virðist hafa gerst er að breska ríkisstjórnin eins og kannski stjórnmálamenn oft eru, trúði að náttúrulögmálin ættu ekki við í Bretlandi. Kom með aðgerðir sem voru óraunhæfar. Síðan greip hið efnahagslega þyngdarlögmál við og allt hrundi niður hjá þeim. Núna er ríkisstjórnin farin að tala skynsamlega, bæði efnahagslega og pólitískt um þær aðgerðir sem þarf að grípa til,“ segir Jón. Breska ríkisstjórnin á enn eftir að koma aðgerðapakka sínum í gegnum breska þingið. Bretar glíma við mikla verðbólgu og hækkandi vexti eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir.Getty Með öðrum orðum ríkisstjórnin hefur dregið stóran hluta aðgerða sinna til baka. Hætti fljótlega við að fella niður hátekjuskatt og virðist vera gefa undan með að hækkun framlaga til velferðarmála skuli fylgja verðbólgu en ekki hækkun launa. Jón segir að vextir muni halda áfram að hækka töluvert með tilheyrandi áhrifum á fasteignamarkaðinn þar og á Íslandi. „Verð á fasteignamarkaði getur farið aðfalla töluvert mikið. Því fólk er að fjármagna fasteignir með því að taka peninga að láni. Ef vextirnir fara mjög hratt upp eins og þeir eru að gera mun það hafa mjög truflandi áhrif á efnahagslífið,“ segir Jón. Vonandi verði lendingin tiltölulega mjúk en óvissan væri mikil. Fari að halla undan fæti hjá Bretum og öðrum þjóðum muni það hafa áhrif á íslenskar útflutningstekjur. „Við erum aðflytja út lúxus vöru. Ef það verður samdráttur í efnahagslífinu í Evrópu eða Bandaríkjunum þá minnkar náttúrlega eftirspurnin eftir lúxusvöru mjög hratt. Þannig að við myndum strax finna fyrir því ef það verður einhver alvarlegur samdráttur,“sagði Jón Daníelsson. Bretland Efnahagsmál Húsnæðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Liz Truss vann leiðtogakjörið í breska Íhaldsflokknum með loforðum um miklar skattalækkanir til að örva breskt efnahagslíf. Þar eins og víða annars staðar glíma stjórnvöld við mikla verðbólgu og hækkun vaxta. Um leið og breska stjórninn kynnti efnahagstillögur sínar lá við að lífeyrissjóðir færu á hausinn vegna lækkandi verðs á ríkisskuldabréfum þannig að Englandsbanki greip inn í með stórfelldum kaupum á bréfunum. Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics segir ríkisstjórn Bretlands hafa gert mistök með efnahagsaðgerðum sínum.Vísir/ Jón Daníelsson prófessor í hagfræði við London School of Economics (LSE) segir aðgerðirnar óraunhæfar. „Það sem virðist hafa gerst er að breska ríkisstjórnin eins og kannski stjórnmálamenn oft eru, trúði að náttúrulögmálin ættu ekki við í Bretlandi. Kom með aðgerðir sem voru óraunhæfar. Síðan greip hið efnahagslega þyngdarlögmál við og allt hrundi niður hjá þeim. Núna er ríkisstjórnin farin að tala skynsamlega, bæði efnahagslega og pólitískt um þær aðgerðir sem þarf að grípa til,“ segir Jón. Breska ríkisstjórnin á enn eftir að koma aðgerðapakka sínum í gegnum breska þingið. Bretar glíma við mikla verðbólgu og hækkandi vexti eins og flestar aðrar vestrænar þjóðir.Getty Með öðrum orðum ríkisstjórnin hefur dregið stóran hluta aðgerða sinna til baka. Hætti fljótlega við að fella niður hátekjuskatt og virðist vera gefa undan með að hækkun framlaga til velferðarmála skuli fylgja verðbólgu en ekki hækkun launa. Jón segir að vextir muni halda áfram að hækka töluvert með tilheyrandi áhrifum á fasteignamarkaðinn þar og á Íslandi. „Verð á fasteignamarkaði getur farið aðfalla töluvert mikið. Því fólk er að fjármagna fasteignir með því að taka peninga að láni. Ef vextirnir fara mjög hratt upp eins og þeir eru að gera mun það hafa mjög truflandi áhrif á efnahagslífið,“ segir Jón. Vonandi verði lendingin tiltölulega mjúk en óvissan væri mikil. Fari að halla undan fæti hjá Bretum og öðrum þjóðum muni það hafa áhrif á íslenskar útflutningstekjur. „Við erum aðflytja út lúxus vöru. Ef það verður samdráttur í efnahagslífinu í Evrópu eða Bandaríkjunum þá minnkar náttúrlega eftirspurnin eftir lúxusvöru mjög hratt. Þannig að við myndum strax finna fyrir því ef það verður einhver alvarlegur samdráttur,“sagði Jón Daníelsson.
Bretland Efnahagsmál Húsnæðismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37 Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ 5. október 2022 16:37
Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka. 29. september 2022 19:41
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54
Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. 27. september 2022 11:45