„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 22:31 Dagný Brynjarsdóttir við hótel íslenska landsliðsins í Porto í dag. Stöð 2 Sport „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23