„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 20:00 Á morgun er komið að úrslitastundu hjá Þorsteini Halldórssyni og hans leikmönnum sem ætla sér að komast á HM í fyrsta sinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Portúgal er lægra skrifað en Ísland, heilum þrettán sætum neðar á heimslistanum, en búast má við jöfnum leik hér í Pacos de Ferreira á morgun. Portúgal sýndi það á EM í sumar, þar sem liðið gerði til að mynda jafntefli við Sviss og tapaði naumlega gegn Hollandi 3-2, að liðið er sterkt og undirstrikaði það svo með 2-1 sigrinum gegn Belgíu á fimmtudaginn, sem skilaði liðinu áfram í leikinn við Ísland. „Ég held að Portúgalar hafi sýnt öllum í síðasta leik að þetta er ekki lið sem við erum að fara að labba eitthvað yfir. Þetta er sókndjarft lið og það eru mörk í leikmönnum þeirra,“ segir Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn um Portúgalana „Við þurfum að vera tilbúin í alvöru leik, þar sem við þurfum að vera grimm og vinna þau í návígjunum allan tímann. Þær eru agressívar og beinskeyttar, og við þurfum að stoppa ákveðna hluti í sóknarleik þeirra til að hindra að þær komist á skrið.“ Frekar viljað Belgíu miðað við síðasta leik Fyrir fram hefðu ef til vill einhverjir kosið að mæta Belgíu frekar en Portúgal, en eftir leik liðanna á fimmtudag er Þorsteinn ekki í vafa: „Ef ég ætti að miða við síðasta leik þá hefði ég frekar viljað mæta Belgíu. Þær [portúgölsku] voru bara betri heilt yfir. Auðvitað munaði ekkert miklu að Belgía hefði komist yfir, það var dæmt mark af þeim út af einhverjum millímetrum, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá var Portúgal bara betra. Þær sýndu og sönnuðu að þetta er lið sem ekki er hægt að mæta með hangandi hendi. Við þurfum að mæta upp á okkar besta.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira