Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 12:47 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/samsett Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Greint er frá skýrslutökunum á vefsíðunni Samstöðinni. Gunnar Smári, sem situr í stjórn Samstöðvarinnar, staðfestir við Vísi að hann hafi farið í skýrslutöku þar sem honum voru meðal annars sýnd samskipti sakborninganna í samskiptaforritinu Signal. Í greininni á vef Samstöðvarinnar kemur fram að Gunnari Smára hafi verið sýnd samskipti þar sem annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Maðurinn hafi barmað sér yfir því að vera ekki vopnaður. Þeir hafi svo velt vöngum um hvað gerðist ef hann dræpi Gunnar Smára á staðnum. Hinn maðurinn sagði þeim sem var á staðnum að þeir flygju inn á Alþingi. Sólveigu Önnu hafi verið sýnd skilaboð þar sem hún hafi verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Mennirnir hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“. Gunnar Smári hefur áður greint frá því að honum hafi borist ofbeldishótanir frá manni. Tveimur dögum síðar hafi rúður verið brotnar í húsakynnum Sósíalistaflokksins. Í samtali við Vísi segist Gunnar Smári efast um að mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar nú tengist þeim hótunum og ógnunum. Mennirnir tveir, sem eru á þrítugsaldri, voru handteknir fyrir þremur vikum og greindi lögregla frá því að þeir væru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Meirihluti þeirra var þó verksmiðjuframleiddur. Grunur leikur á að þeir hafi selt skotvopn.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. 6. október 2022 15:55