Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2022 22:14 Stutt er síðan sjór gekk síðast á land á Akureyri. Vísir/Tryggvi Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð. Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu. Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stutt er síðan sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar á Akureyri 25. september síðastliðinn og olli miklu tjóni. Talið er að sambærilegar aðstæður geti myndast um næstu helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Stórstreymt er á sunnudagskvöld og spáð talsverðri ölduhæð. Veðurstofa Íslands spáir norðan 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina og annars snjókomu. Stórstreymt verður á sunnudagskvöld og er spáð talsverðri ölduhæð. Jafnframt eru miklar líkur sagðar á að ísing setjist á raflínur og valdi truflunum á afhendingu rafmagns. Staðan klukkan 20 á sunnudag.Veðurstofan Ýmist gul eða appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi í nær öllum landshlutum á sunnudag. Miklar líkur eru á að færð spillist og ekkert ferðaveður verður á meðan viðvörunin er í gildi. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs verður í gildi á Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi fram á mánudagsmorgun. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Landhelgisgæslan hefur sömuleiðis vakið athygli á afar slæmri veðurspá á sunnudag og fram á mánudag. Gera megi ráð fyrir talsverðri ölduhæð og áhlaðanda við ströndina norðan- og austanlands. „Þá er stórstreymt á mánudag og gæti sjávarstaða því orðið nokkuð hærri en sjávarfallaútreikningar segja til um. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við ströndina þar sem sjór getur gengið á land ásamt því að hugað verði að bátum í höfnum,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar. Unnið að viðgerðum á varnargörðum Fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ að gengið hafi verið úr skugga um að niðurföll og holræsakerfi séu opin og án fyrirstöðu á Oddeyri og víðar í bænum. Sömuleiðis hafi verið unnið að viðgerðum á varnargörðum eins og hægt sé og áhersla lögð á að Norðurorka hafi varaafl ef til rafmagnstruflana komi. „Reikna má með að vatnsveðrið valdi miklu álagi á allt fráveitukerfi bæjarins og gangi þessi slæma veðurspá eftir, mun veðrið að öllum líkindum hafa vandræði í för með sér víðar um bæinn en á Oddeyri og Óseyri. Nægur mannskapur verður til taks og hefur hann yfir að ráða öllum þeim tækjabúnaði sem nauðsynlegur er við þær aðstæður sem kunna að skapast, vel útbúnum bílum og vinnuvélum.“ Að lokum er tekið fram að neyðarstjórn Norðurorku hafi verið virkjuð og starfsmenn Akureyrarbæjar séu í viðbragðsstöðu.
Akureyri Veður Tengdar fréttir Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53 Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32 Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðursins Starfsmenn Landsnet eru í viðbragðsstöðu fyrir óveður sem reiknað er með að gangi yfir stóran hluta landsins á sunnudag. Aukinn mannskapur hefur verið kallaður út. 7. október 2022 15:53
Aflýsa viðburði við tendrun Friðasúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðasúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. 7. október 2022 14:32
Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. 7. október 2022 12:55
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent