Telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2022 19:06 Íslendingar hafa aldrei verið óhamingjusamari. Guðmunda er á tíræðisaldri og segist hamingjusamasta kona landsins. vísir Sérfræðingur hjá Embætti landlæknis telur óhóflega snjallsímanotkun vera þátt í dvínandi hamingju landsmanna. Tólf ára nemendur í Laugalækjarskóla telja að lífið yrði skemmtilegra ef ekki væru til snjallsímar. Fréttastofa ræddi við þá og leitaði ráða hjá hamingjusamasta íbúa Hrafnistu. Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Mælingar Embættis landlæknis sýna að Íslendingar hafa aldrei verið jafn óhamingjusamir og nú. Sviðsstjóri hjá embættinu segir að einn þáttur í minni hamingju barna sé sú þróun að börn eigi erfiðara með að njóta gæðastunda með foreldrum, meðal annars vegna snjallsímanotkunar foreldra. „Þau eru alltaf í símanum“ Eru foreldrar ykkar oft í símanum? „Guð minn almáttugur, já. Þau eru alltaf í símanum, eða oft í símanum. Þau eru oft að skamma okkur og segja: Þessi unga kynslóð er alltaf í símanum en svo eru þau sjálf oft í símanum,“ segja Dagmar og Dagný, 12 ára nemendur í Laugalækjarskóla. Eigið þið einhvern tímann erfitt með að ná sambandi við foreldra ykkar því þeir eru á kafi í símanum? „Nei, þeir eru alltaf til staðar og hjálpa mér með heimanám og hætta alltaf í símanum ef ég þarf hjálp eða ef systkini mín þurfa hjálp,“ segir Ari Bergur Garðarsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. „Já síminn kemur aldrei á undan, það eru ég og systkini mín sem koma alltaf á undan,“ segir Kári Erlendsson, 12 ára nemandi í Laugalækjarskóla. Dagný Lind Stefánsdóttir, Dagmar Rut Brekadóttir, Ari Bergur Garðarsson og Kári Erlendsson eru í Laugalækjarskóla.einar árnason Þeir segja þægilegt að geta átt samskipti við vinina í gegnum snjallsímann en telja að það væri skemmtilegra að vera barn ef snjallforritin væru ekki til. „Ef það væri hægt að hafa enga síma í heiminum þá væri það geggjað,“ segir Ari Bergur. „Já það er oftast skemmtilegra ef fólk er ekki að hanga í símanum því þá nær það samskiptum og athyglin fer í annað en símana,“ segir Kári. „Hamingjusamasta konan“ Og á tímum óhamingjunnar þá leituðum við til Hrafnistu og fengum að ræða við konu sem getur ekki talist óhamingjusöm. „Ég myndi bara segja að ég væri hamingjusamasta konan hérna,“ segir Guðmunda Bergsveinsdóttir, 99 ára. Guðmunda Bergsveinsdóttir er 99 ára og segist vera hamingjusamasta kona landsins.einar árnason Jákvæðni lykillinn að hamingjunni Jákvæðni og mannleg samskipti séu lykillinn að hamingjunni. Guðmunda segist fegin að snjallsímar hafi ekki verið til þegar hún var að alast upp en hún telur foreldra og börn verja of miklum tíma í símunum þó að tækin séu stórkostleg. Heldur þú að allir væru hamingjusamari ef við værum ekki öll með nefið ofan í símanum? „Já, ég er alveg viss um það. Það gæti verið hamingjusamara. Ég myndi segja að aðalatriðið í uppeldinu sé að foreldrarnir gefi sér nógan tíma fyrir börnin sín.“ Þegar Guðmunda horfir til baka segir hún að hamingjusömustu stundirnar hafi verið með langömmubörnunum. „Það stendur best upp úr. Jafnvel betra en mín eigin börn þó að manni þyki afskaplega vænt um þau.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Eldri borgarar Grunnskólar Tækni Tengdar fréttir Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. 5. október 2022 22:54