Fyrrverandi þingmenn á Bandaríkjaþingi segja rödd Íslands mikilvæga Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2022 20:01 Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings verma sæti þingmanna á Alþingi eins og þeir gerðu í dag. Stöð 2/HMP Fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segja rödd Íslands skipta miklu máli á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum. Heimir Már hitti nokkra fyrrverandi fulltrúadeildarþingmenn í dag. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Bandaríkin Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira