„Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 12:00 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri, eru sagðir vera í aðdraganda forsetakosninga innan Alþýðusambandsins sem fara fram síðar í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Það var tiltölulega fyrirséð að til vægrar vaxtahækkunar kæmi í ákvörðun Seðlabankans í gær, 0,25 prósentustig. En það sem hefur vakið meiri athygli eru ummæli seðlabankastjóra. Hann sagði að seðlabankinn hefði nú lagt sitt af mörkum og spurði hvort stjórnvöld og vinnumarkaðurinn hygðust nú gera slíkt hið sama. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir þessi skilaboð seðlabanka fyrirsjáanleg en engu að síður sorgleg. „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt að því leytinu til að þegar við semjum um 90 þúsund króna hækkun í fjögurra ára samningi, sem gerir í kringum 23-24 þúsund krónur á ári í launahækkun, að á síðustu 12-15 mánuðum hefur bara vaxtahækkunin ein og sér þurrkað upp allan þennan ávinning. Ef Seðlabankinn telur að þetta sé gert með hag heimilanna eða launafólks að leiðarljósi, þá skil ég ekki orðið hagfræði í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningum 2019 hafi verið fallist á hófstilltar launahækkanir þar sem í staðinn áttu að koma vaxtalækkanir sem myndu auka ráðstöfunartekjur fólks. Vextirnir voru í 4,25% þegar samið var og þeir fóru niður í 0,75. Nú eru þeir aftur komnir í 5,75%. Launafólk hafi í millitíðinni staðið við allt sitt - þannig að aðrir þurfi nú að axla ábyrgðina. Ef skilaboðin eru þau að ekki sé hægt að sækja launahækkanir í komandi kjarasamningum, talar Vilhjálmur á þá leið að ekki sé hægt að verða við því. „Það liggur alveg fyrir að það er ekki hægt að leggja á herðar launafólks látlaust tugþúsundahækkanir á útgjöldum heimilanna í hverjum einasta mánuði. Eina tækifærið sem launafólk hefur til að rétta sinn hag af er þegar kjarasamningar eru lausir,“ segir Vilhjálmur. Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Kjaramál ASÍ Seðlabankinn Tengdar fréttir „Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33 Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Það var tiltölulega fyrirséð að til vægrar vaxtahækkunar kæmi í ákvörðun Seðlabankans í gær, 0,25 prósentustig. En það sem hefur vakið meiri athygli eru ummæli seðlabankastjóra. Hann sagði að seðlabankinn hefði nú lagt sitt af mörkum og spurði hvort stjórnvöld og vinnumarkaðurinn hygðust nú gera slíkt hið sama. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir þessi skilaboð seðlabanka fyrirsjáanleg en engu að síður sorgleg. „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt að því leytinu til að þegar við semjum um 90 þúsund króna hækkun í fjögurra ára samningi, sem gerir í kringum 23-24 þúsund krónur á ári í launahækkun, að á síðustu 12-15 mánuðum hefur bara vaxtahækkunin ein og sér þurrkað upp allan þennan ávinning. Ef Seðlabankinn telur að þetta sé gert með hag heimilanna eða launafólks að leiðarljósi, þá skil ég ekki orðið hagfræði í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að í lífskjarasamningum 2019 hafi verið fallist á hófstilltar launahækkanir þar sem í staðinn áttu að koma vaxtalækkanir sem myndu auka ráðstöfunartekjur fólks. Vextirnir voru í 4,25% þegar samið var og þeir fóru niður í 0,75. Nú eru þeir aftur komnir í 5,75%. Launafólk hafi í millitíðinni staðið við allt sitt - þannig að aðrir þurfi nú að axla ábyrgðina. Ef skilaboðin eru þau að ekki sé hægt að sækja launahækkanir í komandi kjarasamningum, talar Vilhjálmur á þá leið að ekki sé hægt að verða við því. „Það liggur alveg fyrir að það er ekki hægt að leggja á herðar launafólks látlaust tugþúsundahækkanir á útgjöldum heimilanna í hverjum einasta mánuði. Eina tækifærið sem launafólk hefur til að rétta sinn hag af er þegar kjarasamningar eru lausir,“ segir Vilhjálmur. Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Kjaramál ASÍ Seðlabankinn Tengdar fréttir „Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33 Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. 6. október 2022 07:33
Ekki tíminn núna fyrir arðgreiðslur hjá bönkunum, segir seðlabankastjóri Umrót á erlendum fjármála- og lánamörkuðum þýðir að meiri ástæða en ella er fyrir íslensku viðskiptabankanna að gæta betur að lausafjárstöðu sinni. Eftir mikla útlánaþenslu eru merki um að bankarnir séu farnir að draga úr lánum sínum til fyrirtækja en þrátt fyrir að þeir standi afar sterkt, með betri eiginfjárstöðu en flestir evrópskir bankar, þá verða þeir að „leggja áherslu á gætni“ við þessar aðstæður, að sögn seðlabankastjóra. 6. október 2022 07:00