Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 16:37 Britain's Prime Minister Liz Truss makes a speech at the Conservative Party conference at the ICC in Birmingham, England, Wednesday, Oct. 5, 2022. (AP Photo/Kirsty Wigglesworth) AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“ Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022 Bretland Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Stöðva þurfti ræðu forsætisráðherrans á einum tímapunkti eftir að mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að henni og héldu á borða sem á stóð: „Hver kaus þetta?“ Í færslu á Twitter greindi hópurinn frá því að þau væru að mótmæla því að Truss hafi „tætt“ loforð í stefnuyfirlýsingum flokksins þegar kemur að umhverfismálum. Stöðva þurfti ræðuna þegar mótmælendur frá Greenpeace kölluðu að Truss. AP/Kristy Wigglesworth Ríkisstjórn Truss hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu vikur vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum en Truss og fjármálaráðherra hennar, Kwasi Kwarteng, tilkynntu á mánudag að þau hefðu ákveðið að falla frá umdeildum tekjuskattslækkunum. „Ég er staðráðin í því að koma Bretlandi af stað, að koma okkur í gegnum storminn og koma okkur á sterkari grunn sem þjóð,“ sagði Truss í ræðu sinni og bætti við að vissulega myndu einhverjar raskanir fylgja því. Þó allir séu ekki samþykkir muni allir njóta góðs af niðurstöðunni. Prime minister Liz Truss said the scale of the challenge is 'immense' as she mentioned the war in Europe, the aftermath of COVID and a global economic crisis.Here's some of the highlights from the PM's speech https://t.co/PW2CxVFlnu pic.twitter.com/AJujNbimb3— Sky News (@SkyNews) October 5, 2022 Hún sagði þau hafa hlustað á fólkið en athygli vakti að í hálftíma ræðu minntist hún ekkert á hækkun bóta í takt við verðbólgu, sem fjölmargir hafa kallað eftir, en Bretar sjá fram á orkukreppu í vetur með gríðarlega mikilli verðbólgu á næstu mánuðum. Bæði þingmenn stjórnarandstöðunnar og þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt Truss harðlega á síðustu dögum en í ræðu sinni í dag sagðist Truss ekki ætla að leyfa stjórnarandstöðunni að halda aftur af þeim. Þá stæði ríkisstjórnin sterk og bað hún þingmenn um að treysta henni fyrir framhaldinu. Rachel Reeves, skuggafjármálaráðherra Bretlands, sagði í kjölfar ræðunnar að það væri mikilvægast á þessum tímapunkti fyrir ríkisstjórn Truss að endurskoða fjármálaáætlun þeirra þegar þingið kemur saman í næstu viku til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Liz Truss should follow Labour s plan to replace business rates with a fairer system.She should back our Green Prosperity Plan for good jobs across Britain.But most urgently she must reverse her kamikaze Budget to stabilise our economy. 3/3— Rachel Reeves (@RachelReevesMP) October 5, 2022
Bretland Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira