Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2022 15:11 Þristarnir í tveimur útgáfum; hinar gamalgrónu umbúðir að ofan og þær nýrri fyrir neðan. Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum. Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Twitter-samfélagið rak í rogastans í gær þegar Urður Örlygsdóttir fréttamaður á Ríkisútvarpinu birti mynd af tveimur eintökum af súkkulaðistykkinu vinsæla; annað í hinum hefðbundnu umbúðum, skreyttum rauðum og bláum þristum, en hitt öllu lágstemmdara; guli liturinn enn allsráðandi en annars fátt sem minnir á hinn klassíska þrist. Búið að vara við nýjum veruleika vegna hryðjuverka. En hvað er þetta??? pic.twitter.com/RfsuvWM8iM— Urður Örlygsdóttir (@uorlyx) October 4, 2022 Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Að mestu afar neikvæð. „Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram,“ skrifaði Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi. Þristirnir farnir af þristinum. Ég hefði farið í þveröfuga átt og unnið með þá áfram. Miklir möguleikar þarna, t.d. að tengja þá við :3 broskallinn.— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) October 4, 2022 „Siðrof!“ sagði annar. „Oj.. OG TIL HVERS?!“ velti sá þriðji upp. Og svo var það þetta: Afhverju ekki bara að fara alla leið með þetta you cowards? https://t.co/b6kXE8cdV5 pic.twitter.com/XStRrA7a8S— Oddur Gunnarsson Bauer (@oddurbauer) October 4, 2022 Ofangreindum er eflaust í fersku minni breytingar á gamalgrónum vörumerkjum annarra fyrirtækja sem greint hefur verið frá síðustu misseri. Þar má nefna Bónusgrísinn og Olísmerkið, breytingar sem sömuleiðis vöktu afar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Og neytendur hafa greinilega óttast að hið ástæla súkkulaðistykki, sem hefur raunar ítrekað verið valið besta íslenska sælgætið, fari sömu leið. Bíða eftir nýrri sendingu En svo er ekki. Snorri Páll Jónsson forstjóri Kólusar segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að þessi breyting, sem vakti svo hörð viðbrögð netverja, sé tímabundin. Ástæðan sé rof í svokallaðri aðfangakeðju, meðal annars vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Hann sé farinn að hafa „óþægileg áhrif“ á meðal annars umbúðaframleiðslu í Evrópu. „Raforkuskortur og skömmtun á þeim mörkuðum, ásamt ört hækkandi verðlagi af þeim sökum, er nú farið að „glefsa“ í okkur hérna á litla Íslandi líka. Nú þarf mun meiri fyrirvara en áður til undirbúnings á framleiðslu á umbúðum eins og plasti, sem allt er framleitt utan landsteinanna, eftir að sú framleiðsla lagðist af svo til með öllu í landinu, fyrir um tveimur árum,“ segir Snorri. Umbúðirnar sem netverjar voru svo vonsviknir með séu notaðar utan um Þrist á erlendum markaði. Þær sé nú verið að nýta tímabundið hér heima. „Þar til ný sending umbúða með „gamla“ góða útlitinu berst á allra næstu dögum,“ segir Snorri.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Sælgæti Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira