„Mögulega erum við búin að gera nóg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 09:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans nú sé vísbending um að Peningastefnunefnd sé ánægð með árangurinn sem náðst hefur með miklum hækkunum stýrivaxta síðustu misseri. Mögulegt sé að toppi stýrivaxtahækkana sé náð. Það ráðist þó af þróun hagkerfisins sem og niðurstöðu væntanlegrar kjarasamningalotu. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir. Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 5,75 prósent. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Vísbendingar um að árangur sé að nást Á fundi í Seðlabankanum þar sem Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, var seðlabankastjóri spurður út í verðbólguhorfur næstu missera. „Það hafa komið fram margar vísbendingar um að við séum að ná árangri. Tólf mánaða verðbólga er farin að lækka,“ sagði Ásgeir en ársverðbólga hefur lækkað úr 9,9 prósent í 9,3 prósent á milli mánaða. „Við erum jafn vel að sjá verð lækka á íbúðamarkaði núna,“ sagði Ásgeir einnig og vísaði í að verðbólga hafi aðallega rokið upp vegna mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði. Miklar hækkanir stýrivaxta undanfarin misseri af hálfu Seðlabankans hafa gert það verkum að vextir á íbúðalánum hafa hækkað. Sagði Ásgeir að það ásamt hertum lánþegaskilyrðum hafi kælt húsnæðismarkaðinn. „Mögulega erum við búin að gera nóg. Það fer eftir því hvernig við sjáum þróunina næstu misseri,“ sagði Ásgeir og bætti við að mögulega væri stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans lokið, í bili. „Mögulega erum við komin á þann stað núna að við séum að fara að sjá verðbólguhjöðnun, miðað við núverandi vexti. Við hins vegar vitum það ekki,“ sagði Ásgeir og lagði áherslu á Seðlabankinn myndi grípa til aðgerða, þar á meðal frekari stýrivaxtahækkana, ef á þyrfti að halda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundinum í morgun.Vísir/Vilhelm Það ylti á því hvernig raunhagkerfið þróast sem og hver niðurstaða næstu kjarasamningalotu, sem er framundan í vetur, verður. Sagði Ásgeir þó að það að nefndin hafi aðeins ákveðið að hækka vextina um 0,25 prósentur ofan í 0,5 og 0,75 prósentu hækkanir væri ákveðin vísbending. „Klár vísbending um það að nefndin er tiltölulega ánægð með árangurinn,“ sagði Ásgeir.
Verðlag Seðlabankinn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Efnahagsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01 Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31 Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. 5. október 2022 09:01
Níunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,5 prósent í 5,75 prósent. Þetta er níunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 5. október 2022 08:31