Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. október 2022 22:15 Lögreglubíll á vettvangi á Ólafsfirði í dag. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld. Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld.
Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira