Braut ákærusvið lögreglustjóra lög? Viðar Hjartarson skrifar 3. október 2022 18:00 Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun