Harmar viðbrögð sonarins og fjölskyldu hans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. október 2022 16:56 Margrét Þórhildur fagnaði fimmtíu árum sem Danadrottning í síðasta mánuði. EPA/Mads Claus Rasmussen Margrét Þórhildur Danadrottning segist harma viðbrögð sonar síns, Jóakim prins, við ákvörðun hennar að svipta börn hans konungslegum titlum. Það hafi þó verið löngu kominn tími til að endurskoða hverjir beri titlana og þær skyldur sem þeim fylgja. Hún bindur vonir við að fjölskyldan fái frið til að vinna úr sínum málum. Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum. Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Frá og með fyrsta janúar 2023 munu börn Jóakims prins ekki bera titlana prins og prinsessur en Alexandra, fyrrverandi eiginkona Jóakims, sagði í síðustu viku fjölskylduna alla hneykslaða vegna þessa. Ákvörðunin hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og börnunum hafi fundist þau útskúfuð. Börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, halda sínum titlum sem prinsar og prinsessur en börn Jóakims munu geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpeza. Jóakim Prins og Marie prinsessa eiga tvö börn saman en Jóakim á fyrir tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju.EPA/Mads Claus Rasmussen Í yfirlýsingu sem birtist á samfélagsmiðlum Margrétar Þórhildar Danadrottningar í dag segir hún ákvörðunina hafa verið lengi á leiðinni. Með fimmtíu ára reynslu sem drottning taldi hún nauðsynlegt að bæði líta til fortíðar og horfa fram á við. „Það er mín skylda og ósk sem drottning að tryggja að konungsveldið haldi áfram að þróast í takt við tímann. Það kallar stundum á erfiðar ákvarðanir og það verður alltaf erfitt að finna réttu stundina,“ segir drottningin í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Að hennar sögn fylgja miklar skuldbindingar og fjöldi verkefna því að bera konungslegan titil en í framtíðinni myndu þær skyldur falla á færri fjölskyldumeðlimi konungsfjölskyldunnar. Um hafi verið að ræða ákvörðun sem hún taldi nauðsynlega til að tryggja framtíð konungsveldisins og ákvörðun sem hún vildi taka á eigin tíma. „Ég hef tekið mína ákvörðun sem drottning, móðir og amma, en ég hef sem móðir og amma vanmetið hversu mikil áhrif hún hefur haft á yngsta son minn og hans fjölskyldu. Hún hefur mikil áhrif og það hryggir mig,“ segir drottningin. Hún ítrekar þó að hún sé gríðarlega stolt af fjölskyldu sinni og blæs þar með á orðróma að það andi köldu milli hennar og yngri sonar hennar. Hún kveðst nú vona að fjölskyldan fái frið til að vinna í sínum málum.
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims Prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. 28. september 2022 14:09