Færsla Bjarna Frímanns fjarlægð af Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2022 16:08 Bjarni Frímann segir ekki ólíklegt að hann ræði málið frekar opinberlega áður en langt um líður. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Facebook fjarlægðu færslu Bjarna Frímanns Bjarnasonar fiðluleikara og hljómsveitarstjóra af Facebook. Í færslunni, sem vakti mikla athygla og fór í mikla dreifingu, sakaði Bjarni Frímann fyrrverandi tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands um kynferðisbrot. Bjarni Frímann hefur kallað eftir skýringum frá Facebook. Bjarni Frímann sagði Árna Heimi Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóra SÍ, hafa brotið á sér þegar hann var sautján ára. Árni Heimir var 35 ára á sama tíma. Bjarni gagnrýndi stjórnendur hjá hljómsveitinni harðlega. „Fálætið, og í raun yfirhylmingin, sem ég hef mátt þola frá stjórnendum hljómsveitarinnar hefur hins vegar verið þess eðlis að lengur verður ekki orða bundist,“ sagði Bjarni Frímann. Hann hefði greint þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á sér árið 2018. Hún hafi ekkert aðhafst í málinu. Árið 2018 var Árni Heimir í lykilstöðu hjá Sinfóníunni. „Mér varð snemma ljóst að Árni Heimir var viðriðinn allar ákvarðanir sem vörðuðu minn starfsframa og þroskatækifæri hjá hljómsveitinni. Af augljósum ástæðum forðaðist ég öll ónauðsynleg samskipti við hann eftir fremsta megni. Mér er nú orðið ljóst að fyrir það þurfti ég að líða á margan hátt,“ sagði Bjarni Frímann. Málið hefur vakið mikla athygli. Árni Heimir brást hratt við færslu Bjarna Frímanns og sagðist hafa farið yfir mörk annarra. Bað hann þá afsökunar sem hann hefði hegðað sér ósæmilega gegn. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sagði í framhaldinu mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara með málið lengra á sínum tíma. Því væru hendur þeirra bundnar. Tilefni væri þó til að taka málið upp að nýju í ljósi þess að Bjarni Frímann hefði talað opinberlega um það. Í gær var upplýst að stjórn og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar hefði ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða málið. Bjarni Frímann þakkar fyrir miklar undirtektir og stuðning við færsluna um samskipti sín við hljómsveitina. Hann vildi þó láta vita „að stjórnendur Facebook hafa gert sér lítið fyrir og fjarlægt færsluna. Ekki bara af minni síðu heldur líka hjá öllum sem deildu henni. Skýringin sem Facebook gaf mér var að efnið hafi verið tekið út vegna þess að færslan „violates community standards.“ Bjarni segist að sjálfsögðu hafa krafið Facebook frekari skýringa og reynt að gera færsluna aftur aðgengilega án árangurs. „Ef einhver sem sér þessar línur getur bent mér á mögulegar leiðir til þess að koma færslunni aftur á sinn stað þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi. Og úr því að ég er búinn að setja í þessar línur vil ítreka þakkir mínar og taka undir með þeim sem látið hafa í ljós vonbrigði sín með viðbrögð Sinfó. Það er ekki ólíklegt að ég svari fyrir mig á opinberum vettvangi síðar.“ Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2. október 2022 18:48 Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Bjarni Frímann sagði Árna Heimi Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóra SÍ, hafa brotið á sér þegar hann var sautján ára. Árni Heimir var 35 ára á sama tíma. Bjarni gagnrýndi stjórnendur hjá hljómsveitinni harðlega. „Fálætið, og í raun yfirhylmingin, sem ég hef mátt þola frá stjórnendum hljómsveitarinnar hefur hins vegar verið þess eðlis að lengur verður ekki orða bundist,“ sagði Bjarni Frímann. Hann hefði greint þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á sér árið 2018. Hún hafi ekkert aðhafst í málinu. Árið 2018 var Árni Heimir í lykilstöðu hjá Sinfóníunni. „Mér varð snemma ljóst að Árni Heimir var viðriðinn allar ákvarðanir sem vörðuðu minn starfsframa og þroskatækifæri hjá hljómsveitinni. Af augljósum ástæðum forðaðist ég öll ónauðsynleg samskipti við hann eftir fremsta megni. Mér er nú orðið ljóst að fyrir það þurfti ég að líða á margan hátt,“ sagði Bjarni Frímann. Málið hefur vakið mikla athygli. Árni Heimir brást hratt við færslu Bjarna Frímanns og sagðist hafa farið yfir mörk annarra. Bað hann þá afsökunar sem hann hefði hegðað sér ósæmilega gegn. Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sagði í framhaldinu mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bjarni Frímann hafi ekki viljað fara með málið lengra á sínum tíma. Því væru hendur þeirra bundnar. Tilefni væri þó til að taka málið upp að nýju í ljósi þess að Bjarni Frímann hefði talað opinberlega um það. Í gær var upplýst að stjórn og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar hefði ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða málið. Bjarni Frímann þakkar fyrir miklar undirtektir og stuðning við færsluna um samskipti sín við hljómsveitina. Hann vildi þó láta vita „að stjórnendur Facebook hafa gert sér lítið fyrir og fjarlægt færsluna. Ekki bara af minni síðu heldur líka hjá öllum sem deildu henni. Skýringin sem Facebook gaf mér var að efnið hafi verið tekið út vegna þess að færslan „violates community standards.“ Bjarni segist að sjálfsögðu hafa krafið Facebook frekari skýringa og reynt að gera færsluna aftur aðgengilega án árangurs. „Ef einhver sem sér þessar línur getur bent mér á mögulegar leiðir til þess að koma færslunni aftur á sinn stað þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi. Og úr því að ég er búinn að setja í þessar línur vil ítreka þakkir mínar og taka undir með þeim sem látið hafa í ljós vonbrigði sín með viðbrögð Sinfó. Það er ekki ólíklegt að ég svari fyrir mig á opinberum vettvangi síðar.“
Sinfóníuhljómsveit Íslands Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2. október 2022 18:48 Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. 2. október 2022 18:48
Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48
Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25