Vindgnauð Orri Páll Jóhannsson skrifar 3. október 2022 11:02 Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Það var ekki verkefni starfshópsins að taka afstöðu til tillagna, álitaefna, sviðsmynda eða tiltekinna orkuskiptaaðgerða heldur draga saman stöðuna eins og hún er. Ég er einn þeirra sem batt vonir við að stöðuskýrslan myndi skýra málin frekar og hjálpa okkur að komast lengra í átt að þeim mikilvæga áfanga að átta okkur á hver raunveruleg orkuþörf okkar væri m.t.t. loftslagsmarkmiða. Eins og skýrslan ber með sér þá reyndust einungis tiltækar sex sviðsmyndir um orkuþörf landsins þó vissulega séu í umæðunni fleiri hugmyndir um hvernig mæta megi væntri orkuþörf til orkuskipta, t.d. sú að forgangsraða þegar framleiddri orku með öðrum hætti. Og sú sviðsmynd skýrslunnar sem gengur lengst gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands; 124% aukningu fram til ársins 2040. Eðli málsins samkvæmt mætti þessi framsetning töluverðri og réttmætri gagnrýni, svo ekki sé meira sagt. Í ríkisstjórnarsáttmála segir að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera. Nú les maður og heyrir úr fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps um stöðuskýrslu gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform á Vesturlandi undir heitinu Vestanáttin og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur. Skiljanlega veldur þessi framganga úlfúð. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni umfram aðrar, þá sem kallar á mesta orkuöflun, eins og ekkert annað komi til greina í umræðunni. Það liggur engan veginn fyrir og hefur hvergi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um það að hér þurfi að ríflega tvöfalda raforkuframleiðslu fyrir árið 2040. Það er ekki úr lausu lofti gripið að lögð er áhersla á það í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Það að formaður starfshóps stjórnvalda tali fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu hérlendis með því að reisa vindmyllur í stórum stíl er ekki til þess fallið að vinna að breiðri sátt í samfélögum sem um ræðir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Alþingi Orkumál Vindorka Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í mars sl. skilaði starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið og tilgangur skýrslunnar var að draga fram staðreyndir á grundvelli faglegra sjónarmiða og upplýsinga um lykilþætti á sviði orkumála á aðgengilegu formi til upplýsinga fyrir stjórnvöld, hagaðila og almenning. Það var ekki verkefni starfshópsins að taka afstöðu til tillagna, álitaefna, sviðsmynda eða tiltekinna orkuskiptaaðgerða heldur draga saman stöðuna eins og hún er. Ég er einn þeirra sem batt vonir við að stöðuskýrslan myndi skýra málin frekar og hjálpa okkur að komast lengra í átt að þeim mikilvæga áfanga að átta okkur á hver raunveruleg orkuþörf okkar væri m.t.t. loftslagsmarkmiða. Eins og skýrslan ber með sér þá reyndust einungis tiltækar sex sviðsmyndir um orkuþörf landsins þó vissulega séu í umæðunni fleiri hugmyndir um hvernig mæta megi væntri orkuþörf til orkuskipta, t.d. sú að forgangsraða þegar framleiddri orku með öðrum hætti. Og sú sviðsmynd skýrslunnar sem gengur lengst gerir ráð fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu Íslands; 124% aukningu fram til ársins 2040. Eðli málsins samkvæmt mætti þessi framsetning töluverðri og réttmætri gagnrýni, svo ekki sé meira sagt. Í ríkisstjórnarsáttmála segir að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu vindorkuvera. Nú les maður og heyrir úr fjölmiðlum að formaður téðs starfshóps um stöðuskýrslu gangi erinda fjögurra fyrirtækja sem hafa uppi stórtæk vindorkuáform á Vesturlandi undir heitinu Vestanáttin og tali fyrir þeirri sviðsmynd úr stöðuskýrslunni sem gengur freklegast fram eins og hún sé hinn eini rétti sannleikur. Skiljanlega veldur þessi framganga úlfúð. Það getur ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlilegt að formaður starfshóps sem falið var að draga saman efni um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni umfram aðrar, þá sem kallar á mesta orkuöflun, eins og ekkert annað komi til greina í umræðunni. Það liggur engan veginn fyrir og hefur hvergi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um það að hér þurfi að ríflega tvöfalda raforkuframleiðslu fyrir árið 2040. Það er ekki úr lausu lofti gripið að lögð er áhersla á það í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að mikilvægt sé að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Það að formaður starfshóps stjórnvalda tali fyrir ríflega tvöföldun raforkuframleiðslu hérlendis með því að reisa vindmyllur í stórum stíl er ekki til þess fallið að vinna að breiðri sátt í samfélögum sem um ræðir. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun